mánudagur, apríl 19, 2004
Ég var orðin svo góðu vön. Er að átta mig á því að nú þegar sýningum á Sirkus er lokið á ég mér ekki félagslíf lengur. Kannski full snemmt að örvænta þar sem ekki er liðinn nema rúmur sólarhringur frá síðasta partýi en ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Svo ég orðið þetta á annan hátt - hver vill vera memm? Á ferðakotru og Póló.
Það vantar annars ekki (mis skemmtileg) verkefnin. Ég er um þessar mundir að skipta um bíl. Gamla drossían verður sett í viðgerð og svo seld og fæ ég í staðinn hina hárauðu Toyotu bróður minns. Hann ætlar að skella sér á Volvo sem tekur tvo barnabílstóla og þrjá fullorðna. Þannig að; ég þarf að tala við tryggingafélagið sem á að borga viðgerðina, koma bílnum í viðgerð, muna eftir að troða dekkjunum inn í geymslu, þrífa sjálfrennireiðina og annað gífurlega áhugavert og gefandi.
Það vantar annars ekki (mis skemmtileg) verkefnin. Ég er um þessar mundir að skipta um bíl. Gamla drossían verður sett í viðgerð og svo seld og fæ ég í staðinn hina hárauðu Toyotu bróður minns. Hann ætlar að skella sér á Volvo sem tekur tvo barnabílstóla og þrjá fullorðna. Þannig að; ég þarf að tala við tryggingafélagið sem á að borga viðgerðina, koma bílnum í viðgerð, muna eftir að troða dekkjunum inn í geymslu, þrífa sjálfrennireiðina og annað gífurlega áhugavert og gefandi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli