föstudagur, apríl 16, 2004

Sá að Spunkhildur var að senda Bjössa vini okkar og jafnréttisskoðunum hans tóninn. Fór að hugsa um alla þá skemmtilegu jafnréttisumræðu sem ég hef rekið mig á að undanförnu - sérstaklega hvað feminista varðar og jafnræði á vinnumarkaðunum. Hérnar eru nokkur vel valin ummæli ungra karlmanna - og einnar snótar - tekið af Huga:

"Feministar eru hið verndaða hriðjuverksamtak það gæti ekki orðið verra "

"Ég veit að strákum nú til dags finnst þessi umræða fáránleg og það finnst mér líka ( ég er kvk ), ef konur koma fram í auglýsingum fáklæddar er það þeirra val og þeim finnst örugglega ekki að það sé verið að móðga allt kvenkynið. Fyrir mér er þetta fáránlegt og ég spyr hafa þessar konur ekkert annað að gera en að úthúða karlkyninu og kenna þeim um það sem gert hefur verið við konur síðustu aldir ??"

"En hvað þá þarna liðið sem fór í bókabúðir og var að röfla út af því að það voru seld klámblöð.. Shit hvað það þarf að berja svona fólk. Þeim kemur þetta ekkert við þau þurfa ekki að kaupa þetta..
Það væri bara lang best að flyjta þetta úr landi.
NIÐUR MEÐ FEMÍNISTA !!!!"

"Íslenskar konur eru orðnar alltof uppteknar af því keppa við menn og verða fúlar ef þeim finnst þær ekki ná jafn langt og verða bitrar.
Þetta er kannski hluti af því hvað Íslenskar konur eru brussulegar og ókvenlegar, skemma bara fyrir sér með þessu. Til samaburðar hafa verið að flytjast til landsins margar gullfallegar og ljúfar erlendar konur sem vilja frekar ná sér í góðann mann og njóta hans frekar en að keppa við hann.
Ég var að kynnast einni svoleiðis(hún er evrópsk)og hún er æðisleg, dugleg, sæt,í góðu formi(vill ekki nammi og ruslfæði!) sparsöm og vill allt fyrir mig gera og ég fyrir hana. Þetta er bara allt önnur og betri upplifun en þessar Íslensku. "

"jæja strákar snúum vörn í sókn.
hættum að kalla kvenskröunga femminísta og köllum þær píku fasista! "

"Mér hefur langað til þess að spurja suma öfgafeminista sem ekki vilja sá smá nekt í sjónvarpi, hvort þær/þeir hafi séð sig sjálf nakin.
"Já! EN ÞAÐ VAR ÓVART!!!" er svarið sem maður er að búast við. "

"Pointið er að Þessi umræða hjá þessum druslum er að það þarf að fara að láta einhvern lækni krufla í hausnum á þessum feministum því mér fynnst þær aldrey rökstiðja málið sitt nógu vel.... Þetta er bara einn af þessum öfgahópum eins og vinstri grænir sem eiga aldrey að ná neinni stjórn í samfélaginu... en eru í lagi í litlu mæli til að sakpa umræðu:)"


Þetta er bara lítið brot. Ég fórna höndum. Hvernig er hægt að svara svona vitleysu? Þetta er orðið svo algengt að ég er farin að reyna að leiða umræðuna hjá mér eftir fremsta megni til að halda geðheilsu. Nokkuð víst er að hann Bjössi er í góðum félagsskap.

Það er löngu vitað mál að foreldrar eru ekki að ala börnin sín upp. Hvurn fjandann eru skólar að gera til að troða inn í þau smá visku og viti? Af þessu að dæma - ekki nokkurn skapaðan hlut.

Grrrrr.

Engin ummæli: