miðvikudagur, apríl 28, 2004

Mér finnst allt vera í biðstöðu núna. Það er einhvern veginn ekkert að gerast en á sjóndeildarhringnum bíða ýmis skemmtileg tækifæri og verkefni. Sumarið með sínu sumarfríi er ekki langt undan - vantar bara rétt herslumuninn. Leikfélögin ætla að gera margt skemmtilegt í vor og sumar - einþáttungaprógröm hirst og her og Stútungasaga í Heiðmörk - það er bara ekkert alveg byrjað.

Rúmar tvær vikur í Júróvisjón (Gó Finnland!)

Mig langar til útlanda. T.d. helgarferð til London eða Köben. Eða bara eitthvert. Vill einhver koma með mér?

Ekki að það vanti verkefnin ef vel er að gáð. Nú er ég að fara að selja bílinn minn og mun væntanlega eyða helginni í að pússa hann vel og vandlega að innan. Ætli ég verði ekki kominn á þennan nýja eftir helgi. Einnig eru eldhúsframkvæmdir ennþá til staðar - nú stendur til að láta borðplötuna vera en í staðinn rífa hurðirnar af skápunum; hreinsa, slípa og mála grænar. Svo er það garðurinn...

Það er þetta með að byrja.

Annars er ég viss um að vel heppnuð utanlandsferð mundi gefa mér bráðnauðsynlegan kraft til að takast á við allar áskoranir.

Engin ummæli: