fimmtudagur, apríl 01, 2004

Mig langar til að elda góðan mat í kvöld. Er með þessar fínu kjúklingabringur í ísskápnum sem ég nenni ekki að frysta (enda ekkert pláss í frystinum fyrir ýsuflökum og rabbabara sem ég tími ekki að henda en mun aldrei nota) og verð eiginlega að elda í dag vegna þess að það verður enginn tími yfir helgina. Hins vegar er ekkert gaman að elda bara fyrir sjálfan sig ("sambýliskonan" er soldið bissí núna og lítið við á matmálstímum) og hætt við að afgangar flæði út um allt. Þannig að ef einhver treystir sér til að narta í matselds mína er bara að mæta um kvöldmatarleytið og láta reyna á það. Ég ábyrgist ekki gæðin en get lofað óviðbrenndum mat.

Og svo það sé á hreinu þá er þetta er ekki aprílgabb (þótt ótrúlegt megi virðast.)

Engin ummæli: