miðvikudagur, apríl 14, 2004

Iðnaðarmaður kemur inn á skrifstofu og réttir ritara sem er önnum kafinn við að rifja upp bókmenntafræðinámsferil sinn bréfsnepil:

"Sæl vinan viltu ljósrita þetta fyrir mig."

Ritarinn/bókmenntafræðingurinn íhugar að þræða bréfsnepilinn inn um aðra nös og út um vinstra eyrað á manninum.
Hefur hemil á sér en getur ekki stillt sig um að urra lágt að baki mannsins og ljósrita bréfsnepilinn skakkt.

Gæti verið kominn tími til að snúa sér að öðrum verkefnum í lífinu.

Engin ummæli: