föstudagur, apríl 23, 2004

Kæra mér tölvufróðara fólk. Þannig er mál með vexti að vinnutölvan mín er óttalegt hræ. Ég óska mér einskis heitar en að fá nýja tölvu en það er varla líklegt að gerast nema ef þessi springi í loft upp. Og ég uppiskroppa með dínamít. Ég er nýbúin að ganga í gegnum skemmtilegt ferli þar sem hún neitaði að opna forrit, fraus og slökkti á sér upp úr þurru. Ég hef Messenger viðbót sem ég setti upp í gær grunaða um taugaáfallið og hefur það verið fjarlægt en það er samt ekki allt með felldu. Það þarf alltof lítið til að koma henni úr jafnvægi - eitt vesælt forrit sem installast eitthvað vitlaust og mín segir upp á staðnum. Anyhoo - spurningin er þessi: getur verið að sífelldar uppfæringar á Windows XP séu að gera hana geðveika? Í síðustu 3-4 skipti sem Windows tapaði sér hefur XP verið keyrt aftur yfir það gamla. Er ekki nóg komið? Hversu oft er hægt að halda áfram að keyra svona yfir áður en allt fer í flækju? Mér líst ekkert á innihald Documents and Settings möppunnar minnar - það er orðið eitthvað svo troðið þarna:



Ef einhver kann skýringu á þessu eða er með hugmyndir að lausnum þá væri allt slíkt vel þegið.

Engin ummæli: