miðvikudagur, júlí 07, 2004

Jæja ágæta bakveika fólk - nú vantar mig ráðleggingar. Þannig er að ég byrjaði að fá í bakið fyrir rúmum tveimur vikum og það virðist ekkert ætla að lagast. Fram að þessu hef ég þó getað haldið verkjunum í skefjum með ABC hitaplástrum. En eitthvað gerðist um helgina. Sennilega hefur álagið við langt ferðalag fram og til baka svo og lega á hörðum dýnum haft sitt að segja. Ný er ég nefnilega ómöguleg - bakið allt stíft og aumt - mjóbakið allra verst - og plástrarnir gera lítið sem ekkert gert. Er að bryðja ibúfen og naproxen en er samt illt. Spurningin er hvort ég eigi að fara til læknis og láta hana segja mér að taka íbúfen og fara í sund eða hvort ég eigi að koma mér til sjúkraþjálfara. Er ég að gleyma einhverri töfralausn? Hvað mundu þið gera?

3 ummæli:

fangor sagði...

ég fór í sjúkraþjálfun, og til rikka í nálastungur og nudd. rikki virkaði betur, fljótar og varanlegar....

Sigga Lára sagði...

Sund, samt aðallega heitur pottur, á hverjum degi í helmingi lengri tíma en bakverkur hefur staðið yfir, á sama tíma eitthvað átak til að koma magavöðvum og öðrum sem eiga að halda baki í horfinu í ofurform. Ekki töfralausn heldur langtíma. Sú eina sem ég veit um.

Nafnlaus sagði...

Því miður, ég veit að það er fúlt en það eina sem dugar við svona kvillum er hundleiðinleg líkamsþjálfun. Sund og sund og sund og svo æfingar til að styrkja bakið. Ekki verra að sofa í almennilegu rúmi og eiga stórt baðkar.

kv. dramadrottningin

reykjavikurdrama.blogspot.com