miðvikudagur, september 14, 2005

Eins og lesendur þessa bloggs vita kannski er ég sjónvarpsfíkill mikill. Skilst mér að ég sé ekki ein með þessa fíkn. Að einhverju leiti er ég hryllilegur elítist þegar að kemur að sjónvarpsefni – þættir fá gjarnan þumalinn upp eða niður hjá mér og lítið um millivegi. Þannig harðneita ég að horfa á The O.C., Smallville, One Tree Hill, Strong Medicine og álíka froðuþætti. Desperate housewives er reyndar undantekning – ég hef horft á þá hingað til en mér þykir þeir stefna hraðbyr í froðuflokkinn. Raunveruleikaþættir eru einnig undanþegnir þessari reglu að mestu leyti en þá er ég gjörn á að láta ýmislegt yfir mig ganga. Dreg þó markið við paraþætti (Bachelor, Paradise Hotel o.s.frv.) þar sem froðan og almennt tilgangsleysi er í algleymingi.

Venjulegt ástand á mínu heimili er að vera eilíft önugu út í sjónvarpsdagskrána og sækja ég því gjarnan í “mína” þætti eftir öðrum leiðum. Nú hyllir hins vegar í betri og blómlegir tíma á öldum ljósvakans. Skyndlega eru allir uppáhaldþættirnir komnir í sýningu og það á sama tíma. Öðruvísi ég áður hrökk í kút.

Lost – ég keypti DVD pakkann – held að það segi allt sem segja þarf
House – ég var orðin óttalega þreytt á sjúkrahúsþáttum en hef gaman af þessum. Hugh Laurie á kommbakk ársins.
Alias – ég hef haldið tryggð við þá en er samt eiginlega búin að fá nóg
Battlestar Galactica – stundum eiga þeir það til vera langdregnir og hugmyndasnauðir en taka svo snilldarlega kippi, verða æsispennandi og fara langt fram úr væntingum
America’s next top model – ég skil ekki ennþá af hverju ég elska þessa þættir. Ég bara geri það. Tyra Banks heldur í alvöru að áhorfendur hafi áhuga á módelbransanum.
Survivor – æi það er alltaf eitthvað svo heimilislegt við Survivor
Arrested development – stundum er fyndnin pínleg – en oftast er þetta fyndnasti þáttur í sjónvarpi.
Gray’s Anatomy – læknasápa.* Ég er búin að horfa á fyrstu seríuna og var orðin soldið þreytt á sápuelementunum en það er nógu mikið gott þarna til að ég vilji halda áfram.

Og nú síðast: Veronica Mars sem byrjar næsta þriðjudag í ríkissjónvarpinu mér til ómældrar ánægju (þótt ég sé reyndar búin að sjá alla þætti í fyrstu seríu.)

Klikkt er svo út með þessari nýstárlegu gæðastefnu með því að sýna næsta mánudag hina prýðilegu tveggja hluta sjónvarpsmynd; Second coming um endurkomu frelsarans á okkar tímum. Sem reynist vera verkamaður í Manchester leikinn af Christopher Eccleston.

Sem minnir mig á...

Hvar í fjandanum er Doctor Who? Er ekki alveg kominn tími til, eftir 40 ár, að íslenskir sjónvarpsáhorfendur fái að kynnast karlinum? Og allt í lagi að bæta einhverjum breskum þáttum í flóruna.

_______________________________
* Ath. ekki er sama hvort er sápa eða froða. Sápur er afþreyingarflokkur út af fyrir sig sem má gjarnan hafa gaman af ef vel er að verki staðið. Froða hins vegar er álíka innihaldsrík og efnið sem hún dregur nafn sitt af og ekki nærri því eins nytsamleg.

6 ummæli:

Skotta sagði...

já en Doktór Who...voru bara skemmtilegir í gamla daga. Að minnsta kosti var ég ekkert að hafa gaman af nýju þáttunum.

Siggalára sagði...

Já, ég féll líka alveg fyrir Americas next top model. Og finnst hönnunar- og ljósmyndunarvinklarnir svolítið skemmtilegir... er annars sammála, ég veit ekki alveg af hverju...

Ásta sagði...

Ég hef aldrei séð gömlu Doctor Who þættina og þótti þessi nýju bara bráðskemmtilegir. Á eftir að horfa á tvo síðustu í þessari seríu og er að treina þá.

Auður sagði...

Doctor Who er í Ástralíu. Á stöð nr. 2 á hverjum degi klukkan sex. En okkur ofbauð svo ruglið fyrst þegar við sáum þá að við skiptum alltaf snarlega um stöð þegar þættirnir byrja.
Grey's anatomy eru hins vegar, af einhverjum ástæðum, í miklu uppáhaldi á heimilinu. Nú bíðum við spennt eftir að vita HVER ER ÓLETT? Og svo byrjar Survivor á morgun. Lífið verður ekki mikið betra ;)

Skotta sagði...

aahhh...þið heppna fólk með fleiri en eina sjónvarpsstöð. En svo er LOST að hefjast aftur í USA...kannski ég nái Palla til að vera díler með þá handa mér.

Ásta sagði...

Ég veit hver er ólétt! Lalalalala...