miðvikudagur, september 14, 2005
Mér finnst ég verða að þakka vinum mínum fyrir að vera í sífellu að flytja til framandi landa. Öðrum kosti hefði ég aldrei komið til Montpellier í Frakklandi og Manchester í Englandi. Og væri ekki á leið til Wollongong í Ástralíu. Mér líst ágætlega á þessa útflutningsstefnu og væri til í að sjá meira af henni svo ég hafi afsökun til að heimsækja fleiri staði úr alfaraleið. Hins vegar er algjörlega nauðsynlegt að þessir sömu vinir séu ekki að hanga þarna of lengi og komi örugglega til baka því ekki á maður endalausar birgðir af þeim.
Þessi þakkarræða kemur til af því að mér leiðist óumræðanlega á skrifstofunni í dag og hlakka sérlega mikið til að komast til sólríkra stranda Ástralíu. Aðeins 4 og 1/2 mánuður ... ég og Skippy...
Ég var ekki fyrr búin að vera með stórar yfirlýsingar um neikvæða tíðni bíóferða minna á blogginu hans Varríusar þegar hin frjóa fangor fékk mig til að koma með á Burton myndina í kvöld. Það er því aðallega mínu eigin framtaksleysi að kenna að ég fer aldrei bíó - eða öllu heldur ég fer ekki af eigin frumkvæði. Það er víst annað upp á teningnum þegar aðrir toga mig með. Hmm...
Þessi þakkarræða kemur til af því að mér leiðist óumræðanlega á skrifstofunni í dag og hlakka sérlega mikið til að komast til sólríkra stranda Ástralíu. Aðeins 4 og 1/2 mánuður ... ég og Skippy...
Ég var ekki fyrr búin að vera með stórar yfirlýsingar um neikvæða tíðni bíóferða minna á blogginu hans Varríusar þegar hin frjóa fangor fékk mig til að koma með á Burton myndina í kvöld. Það er því aðallega mínu eigin framtaksleysi að kenna að ég fer aldrei bíó - eða öllu heldur ég fer ekki af eigin frumkvæði. Það er víst annað upp á teningnum þegar aðrir toga mig með. Hmm...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
ítalíu. helst við gardavatn. nú eða til feneyja, fer nú hver að verða síðastur áður en þær sökkva...
Úúú - Ítalía. Á alveg eftir að koma þangað. Finnst hún eitthvað svo exótísk nú þegar hún tekur ekki lengur þátt í Júróvisjón.
Skrifa ummæli