mánudagur, september 05, 2005

Úff - einhvern veginn beit ég það í mig að hljómfræði II byrjaði ekki fyrr en í næstu viku en að sjálfsögðu er fyrsti tíminn í dag. Í fangi stundarbrjálæðis skráði ég mig svo líka í tónheyrn I. Takið eftir; þetta er dagurinn þar sem ég hætti að kvarta undan því að ég hafi ekkert að gera.

Já og varðandi tónlistarmenntun mína þá hef ég bara ákveðið að stunda hana bara samt og ekki spyrja kóng, prest eða Stefán Jón Hafstein um leyfi. Það er alveg hægt - eftir smá krókaleiðum og með aðeins meira fjármagni en ella.

Spakmæli dagsins eru: Stjórnmálamenn eru líka fólk.

Ég er hérmeð hætt að ætlast til nokkurs af stjórnmálamönnum og ber jafn mikið traust til þeirra og hvaða afgreiðsludömu í Vogue, tækniaðstoðarmanns hjá Og Vodafone svo og kerlingarinnar í Vestmanneyjum sem sér um bókhaldið fyrir iðnaðar-manninn sinn og heldur að ég beri ábyrgð á því að hún nái að borga virðisaukann.

Engin ummæli: