sunnudagur, september 11, 2005
Sniðug þessi blogg. Ef rannsóknarlögreglan bankar einhvern tímann upp á og spyr hvað maður hafi nú verið að bardúsa kl. 11.30 þann 27. mars síðastliðinn þá er bara spurning um að fletta því upp.
Ég bíð spennt eftir þeim degi.
Svo liggur það eins og mara á sál minni þessa dagana hvers vegna engum hefur ennþá dottið í hug að gera hefðbundnar fegurðarsamkeppnir að raunveruleikaþáttum? Ekki að ég sé neitt sérstaklega fylgjandi fegurðarsamkeppnum - í teoríu - en í ljósi þess að einhverjar skemmtilegustu gamanmyndir síðustu ára - Drop dead gorgeous og Í skóm drekans - fjölluðum um þann skrípaleiks sem er keppni í fastasta Colgate brosinu er ég hreinlega gáttuð á að ekki hafi tekist að hnoða í þó ekki nema vondan raunveruleikaþátt úr efniviðnum. Ekki get ég ímyndað mér að nokkur nenni lengur að horfa á tveggja tíma prógram af stífum og karakterlausum World Class klónum spássera upp og niður sviðið á Broadway aðeins til þess að falla í gleymsku daginn eftir hvort sem þau vinna eður ei. Í staðinn höfum við America's Next Top Model (sem er ekkert nema snilld) og The Swan (viðbjóður) sem komast nálægt fyrirmyndinni en samt ekki. Kannski er ekki lengi að bíða...
Þangað til reyni ég að humma hljómfræðiheimalærdóminn fram af mér svo og almenna tiltekt með gáfulegum athugasemdum og nýstárlegum hugmyndum.
Ég bíð spennt eftir þeim degi.
Svo liggur það eins og mara á sál minni þessa dagana hvers vegna engum hefur ennþá dottið í hug að gera hefðbundnar fegurðarsamkeppnir að raunveruleikaþáttum? Ekki að ég sé neitt sérstaklega fylgjandi fegurðarsamkeppnum - í teoríu - en í ljósi þess að einhverjar skemmtilegustu gamanmyndir síðustu ára - Drop dead gorgeous og Í skóm drekans - fjölluðum um þann skrípaleiks sem er keppni í fastasta Colgate brosinu er ég hreinlega gáttuð á að ekki hafi tekist að hnoða í þó ekki nema vondan raunveruleikaþátt úr efniviðnum. Ekki get ég ímyndað mér að nokkur nenni lengur að horfa á tveggja tíma prógram af stífum og karakterlausum World Class klónum spássera upp og niður sviðið á Broadway aðeins til þess að falla í gleymsku daginn eftir hvort sem þau vinna eður ei. Í staðinn höfum við America's Next Top Model (sem er ekkert nema snilld) og The Swan (viðbjóður) sem komast nálægt fyrirmyndinni en samt ekki. Kannski er ekki lengi að bíða...
Þangað til reyni ég að humma hljómfræðiheimalærdóminn fram af mér svo og almenna tiltekt með gáfulegum athugasemdum og nýstárlegum hugmyndum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Vá, ég vona að Ungfrú Ísland keppnin verði að raunveruleikasjónvarpi - en ekki fyrr en ég kem heim.
Hérna eru topp 13 keppendurnir í Idol látnir búa saman í húsi og einu sinni í viku er sýnt nokkurs konar "raunveruleikaþáttur" þaðan. Svolítið sniðugt.
Ég er bara gáttuð á því að enginn hafi komið þessu í framkvæmd. Nei, í staðinn fáum við íslenska útgáfu af Bachelor...
Maður ætti kannski bara að skella sér í sjónvarpsþáttaframleiðslu? Gerist ekki nema maður geri það sjálfur.
Skrifa ummæli