föstudagur, september 23, 2005

Ætli það sé fyrir einhverju sérstöku að dreyma köngulær?

Venjulega eru allar mínar draumfarir frekar vandræðalegur grautur af hugsunum og upplifunum gærdagsins en þarna poppuðu upp köngulær eins og skrattinn úr sauðaleggnum. Ekki öfga stórar (en þó stærri en sjást vanalega hér á landi) en vissulega bæði ljótar og loðnar. Hvað segja bækurnar?

Annars var ég að fatta það að ég hef engann hitt fyrir utan vinnu og skóla alla vikuna. Ég virðist vera dottin inn í sérlega ófélagslega rútínu. Spurning hvort þetta er þróun í jákvæða átt.

Þegar ég fer yfir bækurnar kemur í ljós að ég drakk síðast áfengan vökva á Búrfells-endurfundinum á Selfossi fyrir tveimur vikum. Tveir bjórar. Þar áður var í kveðjupartýinu hans Snorra Hergils; 4-5 glös af hvítvíni. Já, það er af sem áður var.

8 ummæli:

Svandís sagði...

Ég held að köngulær tákni peninga í draumi... Megi allt heimsins fé renna að þínum dyrum (nema sauðfé sé)

Ásta sagði...

Ekkert að því að áskotnast smá sauðfé - hægt að hafa þetta á beit í bakgarðinu og í hengikjet á jólunum.

Siggadis sagði...

,,Dreymi menn kónguló ættu þeir að hafa í huga að þótt eitthvað hafi nýlega mistekist skulu þeir ekki missa móðinn því þolinmæði þrautir vinnur allar. Skríði kóngulær yfir menn í draumi berast þeim miklir peningar innan tíðar. Drepi menn eina kóngulóna verða þeir ánægðir í framtíðinni."
Svo þar hefur þú það... :-)

fangor sagði...

skobara, ljómandi gott allt saman. þú getur bætt úr félags- og áfengisskorti í kvöld. ég ætla að reyna að fara og hlusta á nýju hraun-lögin. veit reyndar ekki hvað ég endist..

Skotta sagði...

ja, þú ert búin að drekka meira en ég í sumar!

Núna þegar ég drekk svona lítið, ha, lagast þá ekki heilafrumurnar sem ég var búin að skaða með of mikilli drykkju?

fangor sagði...

*ljómar upp*

jú! við skulum hafa það, og útrýma öllum kenningum um heiladrepandi áhrif óléttu á konur. ég hlýt að koma út úr þessu öllu saman með ofurgreind..

Ásta sagði...

Ég er ansi hrædd um að heilafrumur sem skoluðust út með rauðvíninu komi aldrei til baka. En þú getur huggað þig við það að næstu mánuðina hlífir þú annars feigum frumum og hefur þá kannski fleiri til umráða þegar kemur að því að tjónka við Martein.

fangor sagði...

svartsýnisgrís!