fimmtudagur, september 29, 2005

Mér er sagt að draumar um köngulær sé bara af hinu góða, jafnvel fullt af peningu og í mínu sambandi ku þær tákna "þrautseigu þótt móti blási." Sem er allt í lagi. Ég treysti frekar skilaboðum sem segja mér að gefast ekki upp frekar en þeim sem lofa lottóvinningi.

Draumfarir mínar í nótt voru hins var þvert á venju fyrir daglátum. Mig dreymdi að ég væri með heiftarlegan hausverk og tæki pillur við. Svo vaknaði ég með þennan sama hausverk áður en klukkan hringdi. Spúkí!

Gúllaði í mig samtals þremur imigram og tveimur íbúfen sem kepptust við að hafa nákvæmlega engin áhrif og lá svo í rúminu fram að hádegi og beið eftir að hausverkurinn hyrfi. Sem hann gerði ekki. Hungur og einskær leiðindi ráku mig þá af stað í vinnuna og annað hvort hafa lyfin mín tekið sig saman og ákveðið að hafa áhrif í einni hendingu eða soðinn fiskur, hrísgrjón og karrísósa svo og tvö glös af vatni gera kraftaverk. Kannski bara allt þetta. Samstarfsmenn mínir voru á því að ég þyrfti bara að komast á gott fyllerí. Hmm...
Hausverkurinn ekki alveg farinn en er orðinn þolanlegur og ég sé aftur fyrir mér bjartari tíð með beljur í haga.

Mætti á samlestur á Jólaævintýri Hugleiks eins og svo margir. Það leikrit lofar að vera stórfyndið og vel mannað og get ég ekki fyrir nokkra muni fundið neikvæðan flöt á þeim fyrirætlunum öllum.

Í öðrum fréttum er ég búin að gera um hug minn varðandi tónheyrn og niðurstaðan er: oj bjakk og eintóm leiðindi. Ég mundi kvíða vetrinum ef það væri ekki svona mikið skemmtilegt að gerast inni á milli þeirra hörmungstíma.

Engin ummæli: