
Ég var alltaf teiknandi þegar ég var krakki. Hversu margir vissu það um mig? Ég sótti slatta af myndlistarnámskeiðum og hafði mikið gaman af. Einhvers staðar á unglingsárunum ákvað ég víst að þar sem ég var augljóslega ekki efni í Kjarval þá hafði það ekkert upp á sig að vera að krota eitthvað. Og ég steinhætti því. Sem ég er í seinni tíð að uppgötva er frámunalega heimskulegt lífsviðhorf. Svo mikið er víst að ég græði ekkert á því að vera lélegri að teikna í dag heldur en þegar ég var krakki. Þar sem stóreflings endurvinnsla á nærri glötuðum hæfileikum er í gangi hér á bæ er ekki úr vegi að reyna að rifja upp eitthvað af teiknihæfileikunum sem mér hefur tekist að glutra niður síðust 15 árin.
Nú er bara spurningin: hvað skal teikna? Á mínum Barbí árum voru mér kökur mjög hugleiknar og setti ég gjarnan fram heil veisluborðin.


2 ummæli:
hmm. skemmtilegt. þú gætir sérhæft þig í að teikna sófa, td. nú eða endur. man ekki eftir listamanni í svipinn sem sérhæfði sig í pennateikningum af öndum...
Mér finnst þú flink. Ég panta hér með seríu af smámyndum (ca. 5cmx5cm) af trjám, eplum, öndum eða bara einhverju til að setja í litla tréramma. Og svo geisladisk. Takk fyrir það.
Skrifa ummæli