miðvikudagur, september 07, 2005

Ég dró Emblu með mér á tónleika í gær og löngu kominn tími til. Upp úr dúrnum kom að hún hafði ekki gert sér ferð á slíka uppákomu frá því að hún sá Ice-T á tónleikum í Florida fyrir 13 árum. Hjá mér voru hins vegar liðnir 4 dagar.

Það tók Patti Smith til að lokka hana út úr þessi langlífa tónleikabindindi og var sjón að sjá okkur báðar þettar kvöld. Ég var riðandi af svima (og komin með blússandi kvefpest í dag) og hún kasólétt. Einhvern veginn hafði ég misskilið að það yrðu sæti á staðnum (NASA) en svo reyndist ekki vera nema í mjög takmörkuðu upplagi og allt löngu upptekið. Maður sníðir sér því stakk eftir vexti og við ekki á því að standa upp á annan endann allt kvöldið í okkar ásigkomulagi. Svo var ég heldur ekki nógu vel skóguð. Við spiluðum óléttuspjaldinu skammlaust og Embla fékk þenna fína stól úr fatahenginu. Vorum með plott um að skiptast á sitja í stólnum en svo fann Embla borð úti í horni á dansgólfinu þannig að fyrir rest stóð hún bara og gnæfði yfir mannfjöldann eins og rokkandi frjósemisgyðja á meðan ég nauðgaði stólnum þar sem ég skiptir á að standa á honum og sitja á bakinu. Við skemmtum okkur prýðilega og Patti sveik ekki.

Engin ummæli: