föstudagur, september 16, 2005
Það var víst verið að klukka mig og nú þarf ég að finna 5 gagnslausar upplýsingar um mig.
Það ætti ekki að vera mikið vandamál.
1. Ég hef samtals brotið 4 tær - sumar oftar en einu sinni. Það er víst útséð með ballettnámið...
2. Ég get framkallað hljóð sem getur hæglega komið í stað dómaraflautu. Þegar ég hugsa málið má vera að ég hafi misst af eina starfsferlinum sem ég er sköpuð fyrir.
3. Nei ég hef aldrei drukkið kaffi og langar ekkert til þess. Ég hef heldur aldrei borðað apaheila og sé engan tilgang í því að byrja á því núna.
4. Ég er ekki ferðavæn manneskja. Á erfitt með að höndla það þegar plön fara út um þúfur. Það er eitthvað svo stressandi við tímaáætlanir. En er jafnframt fljót að jafna mig þegar málum hefur verið reddað.
5. Ég get ekki smellt fingrum með þumal og löngutöng. Verð að nota þumal og baugfingur sem veldur meira álagi á puttana en hitt fyrirkomulagið. Ég endist því ekki lengi í þeirri leikfimi (og þar fór leiklistarferillinn eins og hann leggur sig en hann byggist einmitt nær eingöngu á getu til að smella fingrum vel og lengi.)
Eru ekki allir mun upplýstari núna?
Ég verð svo víst að klukka einhverja fimm grunlausar hræður (þetta stendur allt einhvers staðar í bloggaralögunum): Auður klukk! Nanna klukk! Siggalára klukk! Skotta klukk! Þórunn Gréta klukk!
Það ætti ekki að vera mikið vandamál.
1. Ég hef samtals brotið 4 tær - sumar oftar en einu sinni. Það er víst útséð með ballettnámið...
2. Ég get framkallað hljóð sem getur hæglega komið í stað dómaraflautu. Þegar ég hugsa málið má vera að ég hafi misst af eina starfsferlinum sem ég er sköpuð fyrir.
3. Nei ég hef aldrei drukkið kaffi og langar ekkert til þess. Ég hef heldur aldrei borðað apaheila og sé engan tilgang í því að byrja á því núna.
4. Ég er ekki ferðavæn manneskja. Á erfitt með að höndla það þegar plön fara út um þúfur. Það er eitthvað svo stressandi við tímaáætlanir. En er jafnframt fljót að jafna mig þegar málum hefur verið reddað.
5. Ég get ekki smellt fingrum með þumal og löngutöng. Verð að nota þumal og baugfingur sem veldur meira álagi á puttana en hitt fyrirkomulagið. Ég endist því ekki lengi í þeirri leikfimi (og þar fór leiklistarferillinn eins og hann leggur sig en hann byggist einmitt nær eingöngu á getu til að smella fingrum vel og lengi.)
Eru ekki allir mun upplýstari núna?
Ég verð svo víst að klukka einhverja fimm grunlausar hræður (þetta stendur allt einhvers staðar í bloggaralögunum): Auður klukk! Nanna klukk! Siggalára klukk! Skotta klukk! Þórunn Gréta klukk!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Bíddu nú við... er komið spam á bloggheiminn líka? Þá er nú fokið í flest fucking skjól!
JYJ
Jamm maður er hvergi óhultur. Þetta spam er nú samt auðvelt að þurrka upp.
*poof*
og það er farið
andskot! *hugs...*
Skrifa ummæli