föstudagur, október 14, 2005
Dabbi karlinn fær loksins tækifæri til að létta á sér. Greinlegt að ýmis mál hafa íþyngt honum í áraraðir. Karlinn ætti auðvitað bara að blogga - það er jú hinn sanni vettvangur formælinga, blammeringa og annarra -inga.
Hann gæti líka haft gott að því að heyra söguna um refinn og vínberin.
Hræódýri gítarinn sem ég festi kaup á í Rúmfatalagernum framdi sjálfsmorði í fyrradag. Þegar ég kom heim blasti þessi sjón við mér. Mögulega er alheimurinn að taka fyrir hendurnar á mér og stýra mér af braut sjálfsblekkingar og rangrar fingrasetningar. Á meðan ég geri það upp við mig velt ég því fyrir mér hvort ég hafi of mikla sjálfsvirðingu til að mæta upp í búð með 2500 kr. gallagripinn - án kvittunar - og heimta nýjan.
Hann gæti líka haft gott að því að heyra söguna um refinn og vínberin.
Hræódýri gítarinn sem ég festi kaup á í Rúmfatalagernum framdi sjálfsmorði í fyrradag. Þegar ég kom heim blasti þessi sjón við mér. Mögulega er alheimurinn að taka fyrir hendurnar á mér og stýra mér af braut sjálfsblekkingar og rangrar fingrasetningar. Á meðan ég geri það upp við mig velt ég því fyrir mér hvort ég hafi of mikla sjálfsvirðingu til að mæta upp í búð með 2500 kr. gallagripinn - án kvittunar - og heimta nýjan.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Er þetta ekki bara stóllinn? Þessu getur laghentur maður reddað með lími.
Það er einhver skrúfa þarna sem brotnaði upp úr viðnum ... ég þekki ekkert á svona apparöt og hversu auðvelt/erfitt er að líma þetta saman. Veit ekki hvort ég treysti mér til að gera það hornrétt svo allt liggi nú rétt. Grunar að laghentur maður væri einmitt málið.
heimta endurgreitt og uppfæra í 5000 króna gítar í hagkaup. minn endist ennþá...
Hmm það má alveg yfirfæra þetta yfir á orðtak sem ég heyrði um daginn... If you pay peanuts, you get monkeys! ;-)
En burtséð frá því, þá myndi ég bara arka niðreftir og heimta nýjan!
kv. vera
...eda bara ad taka túr um Tónastodina, -búdina og Hljódfaerahúsid og spreda í eins og 10.000 kr. gítar sem mun ekki valda thér somu vandraedum.
Oft eydir madur meyru á thví ad reyna ad spara of mikid
Mér finnst það svo óttaleg framhleypni og spreð - þar sem ég kann ekki svo mikið sem eitt grip.
Skrifa ummæli