þriðjudagur, október 25, 2005

Eurovision spektaklið nú um helgina var einhver sú tilgangslausasta lofrulla í kringum ABBA slagarann Waterloo sem sést hefur frá því að lagið vann í den. Réttið upp hendi þeir sem héldu í alvöru að eitthvað annað lag hefði séns á að vinna? Anyone? Og réttið nú upp hendi þeir sem nenntu að kjósa.

...

Einmitt. Það var þó nokkuð gaman að sjá hin mýmörgu skemmtilegu og skrítnu lög sem birst hafa í keppninni í gegnum tíðina og er ég þá ekki að tala um þessi topp 14 sem fengu að keppa um hinn "eftirsóknarverða" titil (að maður tali nú ekki ógrátandi um fjarveru nær allra íslenskra laga frá upphafi - við erum víst ekki nógu klikkuð - memo til þjóðarinnar...) Þarna voru alls konar gullmolar sem maður mundi ekki eftir því að væru til - hvað þá að væru upprunalega Júróvisjónlög. T.d. "Heyr mína bæn"? Ekki hafði ég hugmynd.

Eitt lag sérstaklega kom mér á óvart og þar sem ég missti af bæði landi og nafni lags var ég í mesta basli við að finna það. Það hafðist þó fyrir rest og í kjölfarið uppgötvaði mér til mikillar furðu að til er ágætt safn af lögum á frönsku sem ég kann að meta. Vissi aldrei að tónlistarsmekkur minn hneigðist í þá átt - kannski gerir hann það bara í seinni tíð. Altént er einhver þróun í gangi.

Hið kunnuglega lag var s.s. framlag Luxemburg í keppnina árið 1967:

Vicky Leandros - L'Amour Est Bleu
Vicky Leandros - Love is blue - sama lag á ensku

Þessi lög er í talsverðri spilun:

Marie Myriam - L'Oiseau Et L'enfant (Frakkland - 1977)
France Call - Poup De Cire, Poup De Son (Luxemburg - 1965)

Og af því að þýskir diskódjöflar eru alltaf soldið skemmtilegir á sérstaklega sýrðan hátt:

Dschingis Khan - Dschingis Khan (Þýskaland, 1979)

Njótið vel.

5 ummæli:

Gummi Erlings sagði...

Ég kaus :) og einmitt France Gall, enda Serge Gainsbourg flottastur af öllu flottu (hann samdi lagið, sko). En hvar var Amina, sú hin franska? Það fannst mér flott lag, og það meir að segja á þeim tíma sem ég hataðist hvað mest við júróvisjón.

Ásta sagði...

Ég sá engan tilgang í því að kjósa - Waterloo tók alla spennuna úr þessu.

Ég þarf að tékka á Aminu.

fangor sagði...

hvað með þá snilldartónsmíð ein bischen frieden? komst ekki einusinni í topp 5. ég er gáttuð alveg hreint.

Nafnlaus sagði...

Hæ Ásta, lagið með Vickie Leandros.. hvar fannstu það? Mér finnst hitt lagið sem hún söng - man ekki hvaða ár - Avec tva, eða eitthað svoleiðis - (franska ekki mín sterka hlið)algjört æði og væri til í að finna það.

kv
Hildur

Ásta sagði...

Ég man eftir því. Það var eitt af lögunum sem ég gróf upp (með hjálps hins snilldar forrits emule.) Ég skal henda því hingað inn þegar ég kemst í það.