miðvikudagur, október 19, 2005

Fyrir rest dró Nanna mig í Rúmfatalagerinn og við skiptum ólukkans gítarnum fyrir annan alveg örugglega jafn ógæfusamann. Spurning hvort hægt er að gera einhvejar fyrirbyggjandi aðgerðir á honum. Ég hef a.m.k. ekki treyst mér ennþá til að taka hann upp úr kassanum.

Og hef varla tíma. Lífið skiptist nokkuð bróðurlega á milli vinnu, skóla og leikfélags þessa dagana. Hef loksins tekið þá ákvörðun að læra handritið - líst vel á þá þróun og býst við að hefjast handa við fyrsta tækifæri. Finnst þó ekki líklegt að það tækifæri birtist fyrr en um helgina. Það er líkamsræktardagur í dag og svo vill Betta ólm að ég mæti á generalprufu hjá Óperunni í kvöld kl. 7. Til þess að það gangi eftir verð ég víst að mæta í dag kl. 2 og betla miða. Ég veit ekki einu sinni hvaða óperu á að sýna... ahemm...

Vindar blása enn í Ameríku og finnst mér nú kominn tími til að einhver klóri sér í hausnum og hugsi - kannski bara með sjálfum sér: "Þetta er nú ekki alveg eðlilegt." Það er svo spurning hvort verra er að bora hausnum í sandinn eða týna honum í svartholum samsæriskenninga.

------

Og þar sem það er hvort eð er aldrei heil brú í bloggfærslunum mínum er hér smá glaðningur fyrir aðdáendur sjónvarpsþáttanna Lost:

Hvað gerist ef þú blandar saman Queen, Weird Al Yankovic, Lost og einhverjum með augljóslega yfrið nóg af frítíma? Þetta gerist.

1 ummæli:

Sigga Lára sagði...

Tökin hert eftir Britten. Huxa að hún sé skemmtileg, allavega eftir því sem ég var að skrifa á Leiklistarvefinn um daginn.