fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Einhvers staðar á ég niðurgrafið kort í Hreyfingu. Kannski kominn tími á að nýta það á ný fyrst maður frumsýndur og svona. Mjöðmin mín vill ekki vera til friðs nema ég hreyfi hana nokkuð reglulega. Hún var t.d. ekki alveg að fíla gólfið á Nasa þar sem Jólaævintýrisleikhópurinn plantaði sér til að fylgjast með útgáfutónleikum Ampop í gærkvöldi. Sem var þar fyrir utan hin besta skemmtun. Ég hef nokkru sinnum séð Ampop á tónleikum en aldrei jafn mögnuðum og þeim sem við* fylgdumst með í gærkvöldi. Þeir voru lifandi á sviði og flutningur sífellt þéttari og kraftmeiri. Ég verð að segja það - mér finnst þeir hljóma betur "læf" heldur en í upptökum og þykir mér líklegt að orsakarinna sé að leita í ofurtrommuleik Jóns Geirs. Það var líka gaman að fylgjast með andlitum Hugleikaranna sem voru flest allir á svipinn líkt og 1 árs barn sem fær að smakka súkkulaði í fyrsta sinn. "Ég vissi ekki að þetta yrði svona gott" svipurinn :)

Já og ég vek athygli á spilaranum hér til hægri sem mun framvegis spila mismunandi lög úr Jólaævintýrinu. Tekið er á móti óskalögum.


_____________
* Ég og leikhópurinn. Eða kannski ég og mjöðmin. Fyrst að hinar tvíeinu Siggalára og Nanna vilja ekki tala um sjálfa sig í fleirtölu er kannski best að ég geri það.

1 ummæli:

Spunkhildur sagði...

Skenntileg færsla. Verst að missa af tóleiknum. Allavega barasta. Til hamingju með sýninguna, það var svakalega gaman.