föstudagur, nóvember 04, 2005

Ég hélt í alvöru að ég væri að veikjast í gær. Stakk af úr vinnunni á hádegi og fór heim, gúllaði í mig Trópí og skreið upp í rúm. Lá þar í móki fram að kvöldmat og mætti síðan (svo til) hress á æfingu.

Kenni mér einskis mein í dag.

Þannig að annað hvort hefur þessi aðferð hjá mér virkað eða ég er bara svona mikill aumingi. Dæmi nú hver fyrir sig.

4 ummæli:

Skotta sagði...

er það ekki alltaf annað hvort trópí eða vískí sem virkar. engan helvítis sólhatt.

fangor sagði...

þú hefur bara náð að komast fyrir pláguna í tæka tíð með þessu bragði. er það vel og vonandi lætur hún ekki frekar á sér kræla.

Nafnlaus sagði...

Þegar ég finn að ég er að veikjast, tek ég hvítlauksgeira, sker hann í helming og gúlpa því niður með risastóru glasi af góðum appelsínusafa (ekki brassa). Svínvirkar á kvef... og já, engan helv. sólhatt..sammála því. Talandi um viskí, eitt sinn hafði ég verið drulluslöpp í langan tíma, svo kom að einhverju stóru mannamóti sem lengi hafði verið beðið eftir, svo ég skakklappaðist þangað, glær og asnaleg. Þá vippaði sér að mér gamall sjóari og heimtaði að ég tæki tvö staup af fínu koníaki. Seinna um kvöldið var ég hrókur alls fagnaðar og morguninn eftir var ekki hægt að sjá á mér né heyra að ég hefði verið með kvef í meira en viku. Hmmm... ;o)
Þannig að þú hefur bara tekið fyrir pestarógeðið í fæðingu augljóslega, og enginn aumingjaskapur þar, bara fljót að hugsa.
Kv. JYJ

Ásta sagði...

Ég hef reyndar svipaða sögu að segja. Fékk viðbjóðsflensu í útskriftarferðinni og lét loks undan þrýstingi og gúllaði í mig lítilli flösku (flugvélastærð) af brandy. Það endaði um leið í klósettinu. En ég lét ekki deigan síga og um kvöldið skelltum við Björg í okkur ótæpilegu magni af Brjáluðum Bínum og djömmuðum allan nóttina. Lo and behold - ég var eins og nýsleginn túskildingur daginn eftir. Hef ekki lagt í að prófa þessa aðferð aftur.