miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Já hjá fuglum og kræklingum

Ég fæ allar bestu setningarnar í leikritinu. Það er sko ekki spurning.

Alveg snælduvitlaust að gera hjá mér í vinnunni og ég ætti í raun ekki að gefa mér tíma til að blogga... Iss, geri það samt.

Var að dunda mér við það í hádeginu að skrifa upp setningarnar mínar úr leikritinu og vona að það hjálpi við að festa þær í sessi (kann þær alveg - það er bara þetta með að fiska þær upp úr minninu á réttum augnablikum.) Hef lúmskan grun um að restin af leikhópnum sé í svipaðri stöðu og við það að bresta í kjánalegheit af einskæru stressi.

Ég fór að fá Buffy-flashbökk með meiru og samsama mig kannski óþarfleg mikið hinum ágæta Buffy þætti Restless. Sjaldan hefur þessi bútur virkað jafn lógískur:



5 mb bútur til dánlóds

Sölumaður deyr - Joss Whedon stæl (ef JW hefði fæðst á Íslandi hefði hann án efa orðið Hugleikari)

Kúreki: Well, hello little lady. Can I hold those milk pails for you?
Mjaltakona: Thank you but they'er not very heavy. Why have you come to our lonely small town which has no post office and very few exports?
Kúreki: I've come looking for a man. A sales man.


Það sem maður finnur á glámbekk á harða diskinum sínum. Fyrir óinnvígða er um draumaatriði að ræða.

Ég ætlaði að fara að segja að það væri ca. svona sem mér liði en komst þá að þeirri niðurstöðu að svo er barasta alls ekki. Miklu frekar tilhlökkun og eftirvæntingarkvíði. Það er helst ég og Riley (kúrekinn) séum að ná saman... mætti snemma, komin með búning, ógisslega ánægð.

Þetta var slugs dagsins.

Engin ummæli: