miðvikudagur, nóvember 02, 2005
Mér áskotnaðist - algjörlega fyrir tilviljun - tveir miðar á frumsýningu hjá Íslenska dansflokknum næstkomandi föstudag. Ég átti erfitt með að neita miðunum en veit núna varla hvað ég á að gera við þá. Ég kann ekkert á danssýningar og hef aldrei séð slíka í návígi (ef frá er krakkasýning í Borgarleikhúsinum sem Heba tók þátt í og Magadanssýning í Tjarnabíói fyrr á árinu.) Svo þarf víst að staðfesta komu í dag. Hvernig veit ég að mér líkar ekki danssýningar ef ég hef aldrei farið á eina slíka almennilega?
Þó hef ég það óþægilega á tilfinningunni að nærvera mín þarna væri álíka viðeigandi og á frístælkeppni í Fellabæ. Nú eða rímnaflæði eða fótboltakeppni eða súludansstað eða árshátíð Sjálfstæðisflokksins eða einhverjum álíka vettvangi þar sem ég er líkleg til að líða sem fiski á þurru landi. Þetta dansbatterí er heimur sem ég hef enga þekkingu á og á einfaldlega ekki heima í. Formlegt dansnám mitt hófst og endaði með stuttu bellettnámskeiði þegar ég var sex ára. Ég man ekki sérstaklega eftir dansinum en var hrifin af búningum (svört samfella yfir svartar sokkabuxur sem ég skreytti með gervirósum og fannst ég ógurlega fín - einhvers staðar er til mynd...) Ég man heldur ekki eftir því af hverju ég hætti en fyrst að það eftirminnilegasta var fyrrnefndur (og stórglæsilegur) búningur hefur ástæðan sjálfsagt verið góð. Ég hef sjaldan og seint verið kennd við þokkafullar hreyfingar.
Er ekki æfing þetta kvöld sem getur tekið af mér ákvörðunina?
Þó hef ég það óþægilega á tilfinningunni að nærvera mín þarna væri álíka viðeigandi og á frístælkeppni í Fellabæ. Nú eða rímnaflæði eða fótboltakeppni eða súludansstað eða árshátíð Sjálfstæðisflokksins eða einhverjum álíka vettvangi þar sem ég er líkleg til að líða sem fiski á þurru landi. Þetta dansbatterí er heimur sem ég hef enga þekkingu á og á einfaldlega ekki heima í. Formlegt dansnám mitt hófst og endaði með stuttu bellettnámskeiði þegar ég var sex ára. Ég man ekki sérstaklega eftir dansinum en var hrifin af búningum (svört samfella yfir svartar sokkabuxur sem ég skreytti með gervirósum og fannst ég ógurlega fín - einhvers staðar er til mynd...) Ég man heldur ekki eftir því af hverju ég hætti en fyrst að það eftirminnilegasta var fyrrnefndur (og stórglæsilegur) búningur hefur ástæðan sjálfsagt verið góð. Ég hef sjaldan og seint verið kennd við þokkafullar hreyfingar.
Er ekki æfing þetta kvöld sem getur tekið af mér ákvörðunina?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli