þriðjudagur, nóvember 08, 2005
Jæja - ég þarf ekki nýja lifur eða löpp. Fékk úrskurðinn "fullkomlega heilbrigð" frá lækninum og verð víst að hætta að kvarta. Sennilega var ég með einhvern leiðinda og langvarandi vírus að gera óskunda hér og þar - laumulegan spellvirkja sem lét sér nægja að krota á veggi og brjóta loftnet af bílum en sleppti því að sprengja nokkuð í loft upp. Því var ég alltaf þreytt og með lítil skrítin einkenni sem saman gátu þó ekki stafað "veik." Ætla að halda upp á þetta ofurhreysti með því að bólusetja mig gegn lifrarbólgu (sem ku vera æskilegt þegar maður fer til Langtíburtistan.)
Nú fer að líða að frumsýningu eins og sést á glæsilegri auglýsingunni hér að neðan. Ég hef blendnar tilfinningar til þess áfanga. Vissulega verður gaman að frumsýna en um leið setur að smá kvíða þegar maður hugsar um hversu lítill tími er eftir. Vinna, skóli, líkamsrækt og leikfélaga hafa krafist fullmikillar orku af mér undanfarið og hugsa ég að ég verði talsvert fegin þegar álagið minnkar um næstu mánaðamót. Á móti kemur að þetta er bara svo gaman!
Á milli tveggja elda...
... og alltof sein í tónheyrn!
Nú fer að líða að frumsýningu eins og sést á glæsilegri auglýsingunni hér að neðan. Ég hef blendnar tilfinningar til þess áfanga. Vissulega verður gaman að frumsýna en um leið setur að smá kvíða þegar maður hugsar um hversu lítill tími er eftir. Vinna, skóli, líkamsrækt og leikfélaga hafa krafist fullmikillar orku af mér undanfarið og hugsa ég að ég verði talsvert fegin þegar álagið minnkar um næstu mánaðamót. Á móti kemur að þetta er bara svo gaman!
Á milli tveggja elda...
... og alltof sein í tónheyrn!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli