laugardagur, nóvember 26, 2005

Í gær átti að vera sýning en bannsettur draugur fortíðarkvala ákvað að heimsækja Nönnu og hann verður víst að fá að sinna erindi sínu - ekki hægt að rusla þessu bara af. Sýningin féll því niður og ég gat farið í afmælið til mágkonu minnar. Eitthvað vildi partýstuðið ekki láta kræla á sér og þegar haldið var niður í bæ við níunda mann fór ég bara heim. Það er voðalega skrítið af hafa heilan laugardag fyrir ekkert nema hangs og hef ég það alltaf svo sterkt á tilfinningunni að ég eigi að vera að gera eitthvað. Ákvað því að gera eitthvað og ætla að búa til sushi. Á sennilega eftir að búa til alltof mikið og eru allir sem lesa þetta velkomnir í mat.

Nýtt lag komið í spilarann; Jólarifrildið - svona í tilefni af því að aðventan byrjar á morgun.

Engin ummæli: