sunnudagur, nóvember 13, 2005

Ég hef Roger Waters og félaga grunaða um að hafa samið The Wall sérstaklega handa hinni annasömu húsmóður. Kannski ekki meðvitað - en einhvers staðar undir niðri hefur mallað meðkennd með þeim sem vinna eldhúsverkin. Dag eftir dag, ár eftir ár, aftur og aftur. Okei kannski ekki beinlínis mér sem aldrei nennir neinu - en öllum hinum. Platan hentar a.m.k. alveg einstaklega vel sem undirleikur við uppvaskið – sér í lagi eftir miðnætti þegar það er nauðsynlegt að hafa eitthvað með smá attitúdi þegar á að rusla þessu af á einu bretti með afgangsorkunni (en þó ekki vekja nágrannana.) Meðal uppvask dugar til og með Goodbye blue sky og er það aldeilis gott en svo byrjar Empty Spaces/What shall we do now og þá er vonlaust að hætta og viti menn; eldavélin fær almennilegt skrúbb.

What shall we do - Pink Floyd

2 ummæli:

fangor sagði...

já, þú segir nokkuð. jesus christ superstar hefur þjónað þessu hlutverki á mínu heimili ásamt war of the worlds.

Ásta sagði...

Þau verk hafa reyndar líka verið brúkuð í starfið en einhvern veginn lá The Wall sérstaklega vel fyrir þetta kvöld..