miðvikudagur, maí 03, 2006
Nornaspá mín fyrir daginn í dag:
Diskurinn
Gott er að borða gulrótina, grófa brauðið, steinseljuna.
-þetta er ábending örlaganna til þín um að taka upp hollara fæði
Ég dreg mörkin við steinseljuna. Við höfum öll okkar stolt.
Heilsutilburðir mínir hafa annars skapað stríðsástand á mínu heimili. Heyrði undarlega dynki í eldhúsinu í gærkvöld og koma að Gabríel þar sem hann hafði hent poka af eplum niður á gólf (ég geymi allt grænmeti og ávexti uppi á borði nálægt glugga því þetta vill frjósa í ísskápnum mínum og skemmast þ.a.l. mun hraðar en uppi á borði.) Ekki skildi ég mikið í þessari eplaárás og setti þau á sinn stað og köttinn niður á gólf.
Fór aftur inn í stofu að glápa á sjónvarp. Aftur dynkir. Ég rýk inn í eldhús sé þá að Gabríel hefur misst áhugann á eplunum um leið og þau rúlluðu yfir borðbrúnina og er nú í óðaönn að grafa sig í gegnum plastið sem skilur hann frá harðfiskstykkinu ég hafði daginn áður stungið undir eplin til að varna kattarárás. Ég sting harðfiskinum í snatri inn í ísskáp og hrasa næstum um Lísu sem hafði vomt skammt undan - augljóslega sett í starf skimara* en er ekki að standa sig í stykkinu sökum eigin hraðfisksgræðgi. Yrði ekki góð í bankaránum. S.s. samvinna af lævísustu gerð og hvert tækifæri nýtt til að ná fengnum af réttum eiganda. Daginn áður höfðu þau bæði sótt hart að diskinum mínum með örvæntingarglampa í augum sem olli þessum eplafeluleik til að byrja með.
Nei ég er ekki að tapa mér í misáhugaverðum sögum af köttunum. Er að nálgast punkt hérna. Ég hafði nefnilega keypt þennan blessaða harðfisk og hugsað sem heilsusamlegt snakk. Og þótt mér þyki hann góður er ég ekki viss um að það sé erfiðisins virði að reyna að snæða og bægja frjá ágengum dýrum um leið. Þau hafi komið og hnusað af matnum áður en ekkert í líkingu við þetta. Þannig að - þegar kemur að heilsusamlegra fæði og breytingu á neysluvenjum þarf að huga að ýmsu. T.d. að æsa ekki upp hungur í saklausum dýrum sem eigandinn hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til að svala.
________________
* Sá/sú sem er á "lookout" ala bandarískar hasarmyndir. Má vera að til sé almennilegt íslenskt orð en ég get ómögulega munað það og þá býr maður bara til nýtt. Það er íslenska aðferðin.
Diskurinn
Gott er að borða gulrótina, grófa brauðið, steinseljuna.
-þetta er ábending örlaganna til þín um að taka upp hollara fæði
Ég dreg mörkin við steinseljuna. Við höfum öll okkar stolt.
Heilsutilburðir mínir hafa annars skapað stríðsástand á mínu heimili. Heyrði undarlega dynki í eldhúsinu í gærkvöld og koma að Gabríel þar sem hann hafði hent poka af eplum niður á gólf (ég geymi allt grænmeti og ávexti uppi á borði nálægt glugga því þetta vill frjósa í ísskápnum mínum og skemmast þ.a.l. mun hraðar en uppi á borði.) Ekki skildi ég mikið í þessari eplaárás og setti þau á sinn stað og köttinn niður á gólf.
Fór aftur inn í stofu að glápa á sjónvarp. Aftur dynkir. Ég rýk inn í eldhús sé þá að Gabríel hefur misst áhugann á eplunum um leið og þau rúlluðu yfir borðbrúnina og er nú í óðaönn að grafa sig í gegnum plastið sem skilur hann frá harðfiskstykkinu ég hafði daginn áður stungið undir eplin til að varna kattarárás. Ég sting harðfiskinum í snatri inn í ísskáp og hrasa næstum um Lísu sem hafði vomt skammt undan - augljóslega sett í starf skimara* en er ekki að standa sig í stykkinu sökum eigin hraðfisksgræðgi. Yrði ekki góð í bankaránum. S.s. samvinna af lævísustu gerð og hvert tækifæri nýtt til að ná fengnum af réttum eiganda. Daginn áður höfðu þau bæði sótt hart að diskinum mínum með örvæntingarglampa í augum sem olli þessum eplafeluleik til að byrja með.
Nei ég er ekki að tapa mér í misáhugaverðum sögum af köttunum. Er að nálgast punkt hérna. Ég hafði nefnilega keypt þennan blessaða harðfisk og hugsað sem heilsusamlegt snakk. Og þótt mér þyki hann góður er ég ekki viss um að það sé erfiðisins virði að reyna að snæða og bægja frjá ágengum dýrum um leið. Þau hafi komið og hnusað af matnum áður en ekkert í líkingu við þetta. Þannig að - þegar kemur að heilsusamlegra fæði og breytingu á neysluvenjum þarf að huga að ýmsu. T.d. að æsa ekki upp hungur í saklausum dýrum sem eigandinn hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til að svala.
________________
* Sá/sú sem er á "lookout" ala bandarískar hasarmyndir. Má vera að til sé almennilegt íslenskt orð en ég get ómögulega munað það og þá býr maður bara til nýtt. Það er íslenska aðferðin.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Híhí, ég var búin að gleyma að kötturinn þinn héti Gabríel, ég á líka Gabríel en hann er hvolpur :-)
Skrifa ummæli