föstudagur, september 16, 2005

Mér líður soldið eins og ég hafi verið að lulla um á sunnudagsrúnti síðustu árin, í fyrsta gír, langt undir löglegum hraða, hálfsofandi undir stýri.

En er nú komin upp í þriðja gír og stefni á að taka þetta með trukki.

Skrifaði Ástráði bréf og innti eftir námsstatus mínum. Það var nefnilega í fréttum að besti vinur minn, hann GMB, hefði fengið að halda öllum sínum einingum úr háskólanáminu þótt komið væri yfir hinn hefðbundna 4 og 1/2 árs firningartíma og hann ekki búin með ritgerðina. Ekki frekar en ég. Nú heiti ég hvorki G, né M og er ekki B - hvað þá rétttengdur sjálstæðismaður en mig grunar að eitthvað af þessu eiginleikum séu nauðsynlegir til að fá slíkar undanþágur. En kannski er ekki sama hvort um stjórnmálafræði eða bókmenntafræði er að ræða? Þessi firningarelga var a.m.k. alveg ný fyrir mér og nú er bara að krossleggja fingur og tær og vona hið besta.

Fékk svar á meðan ég var að skrifa þetta - allt er í góðu - vissi alltaf að bókmenntafærðin væri mun vænlegri kostur en tíkin sem kennd er við pól :)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott hjá þér Ásta mín. Vissi alltaf að þú gætir þetta