þriðjudagur, september 20, 2005
Suvivor Guatemala.
Þarna er þátturinn sem ég kannast við og elska. Enginn hinna 18 keppenda fer neitt sérstaklega í taugarnar á mér (ennþá) sem er ánægjuleg tilbreyting og það á svo sannarlega að láta þau vinna fyrir millunni. Ungu folarnir í Nakum (með Bobby Jon úr síðustu þáttaröð í broddi fylkingar) geystust í gegnum frumskóginn á testósteróinu einu saman og hlutu að launum betri híbýli en ella svo og alvarlega magakrampa sökum ofþurrks. Tapliðið Yaxha var mun kellingavænna (þau fengu Stephanie í sitt lið) enda voru þau öll við hestaheilsu þegar þau komu í mark - nokkrum mínútum á eftir hinu. Það var merkilega lítið um pirring og ofþanin egó en sennilega voru þau bara af þreytt. Þessi þrauta ganga var jú 17 km í gegnum hnausþykkan regskóg í 40 stiga hita og tók heilan sólarhring. Sennileg hafa svo veikindin komið Nakum í koll því þau töpuðu immunity keppninni og losuðu sig í kjölfarið við öldunginn með slitna upphandleggsvöðvann. Nú þurfa hóparnir bara góðan nætursvefn og þá ætti hið kunnuglega nag og nöldur að byrja í næstu viku.
Gaman, gaman.
Þarna er þátturinn sem ég kannast við og elska. Enginn hinna 18 keppenda fer neitt sérstaklega í taugarnar á mér (ennþá) sem er ánægjuleg tilbreyting og það á svo sannarlega að láta þau vinna fyrir millunni. Ungu folarnir í Nakum (með Bobby Jon úr síðustu þáttaröð í broddi fylkingar) geystust í gegnum frumskóginn á testósteróinu einu saman og hlutu að launum betri híbýli en ella svo og alvarlega magakrampa sökum ofþurrks. Tapliðið Yaxha var mun kellingavænna (þau fengu Stephanie í sitt lið) enda voru þau öll við hestaheilsu þegar þau komu í mark - nokkrum mínútum á eftir hinu. Það var merkilega lítið um pirring og ofþanin egó en sennilega voru þau bara af þreytt. Þessi þrauta ganga var jú 17 km í gegnum hnausþykkan regskóg í 40 stiga hita og tók heilan sólarhring. Sennileg hafa svo veikindin komið Nakum í koll því þau töpuðu immunity keppninni og losuðu sig í kjölfarið við öldunginn með slitna upphandleggsvöðvann. Nú þurfa hóparnir bara góðan nætursvefn og þá ætti hið kunnuglega nag og nöldur að byrja í næstu viku.
Gaman, gaman.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Já, mikið fannst mér fyndið að horfa á alla þessa macho kalla detta niður eins og dauðar flugur á meðan konurnar litu bara út eins og þær hefðu farið í rösklegan göngutúr. Svo þurftu þær að stumra yfir þeim og hjúkra... verð að viðurkenna að það hlakkaði svolítið í minni innri kvenrembu.
Mér skilst að það hafi eitthvað með vöðvamassa vs. fitu að gera? Mér verður hugsað til maraþon hlaupara sem eru grannir og vöðvalitlir í samaburði við massaða spretthlaupara.
Eða bara konur rúla :D
Skrifa ummæli