Ahemm.
Frumsýning á Jólaævintýrinu tókst með eindæmum vel - smávægileg klikk eru bara skemmtileg þegar allir eru það vel með á nótunum að auðvelt er að snúa sig út úr þeim. Ég held svei mér þá að við séum með hina fullkomnu sýningu í höndunum hvað áhorfendamarkhóp varðar. Á genaralprufu samanstóð salurinn ca. 75% af krökkum sem fundu svo til með Tomma litla og lifðu sig inn í alla dramatíkina af heilum hug. Þau voru minna að fatta klámkjaftinn í Móra eða vísanir í Miklabæjar-Sólveigu. Frumsýningargestir voru hins vel upplýstir og með sóðalegan hugsunarhátt en eitthvað urðu raunir Tomma litla og fjölskyldu hans afskipar. Ja, afskiptari í öllu falli. En það er allt í lagi því þarna er klárlega að finna eitthvað fyrir alla.
Síðan var skálað og öllum klappað vel í bak og fyrir og síðan skálað soldið meir ... og meir ...
Ég kom heim til mín kl. ca. 6 um morgun sem segir allt sem segja þarf ef menn hafa einhvern tímann upplifað Hugleikspartý.
Nú er kominn tími til
4 ummæli:
þetta hef ég verið að reyna að segja, það er öllum sama um mig..:þ
Aldeilis ekki - svo sannarlega ekki hinum rúmlega 1000 krökkum sem eiga pantaða miða á sýninguna í desember.
Er thetta ekki bara samkennd... krakkarnir finna til med eina leikaranum sem lítur út fyrir ad vera á theirra aldri...
Til hamingju. Ég skemmti mér alveg ofsalega vel og jújú, við finnum víst til með fátækum, það er bara svo þægilegt að skýla sér bak við húmorsgrímuna þegar maður er gráti næst af samúð ;)
Skrifa ummæli