þriðjudagur, nóvember 22, 2005
Jólahreingerning
Rétt rúmur mánuður til jóla og loksins hægt að byrja að píra augun í allan undibúninginn. Skreytingarnar fara nú ekki upp fyrr en í fyrsta lagi á aðventu – ef svo snemma – en sennilega kominn tími til að huga að gjöfum og þrífa gardínurnar. Á mínu heimili stendur yfir þessa stundina all svakaleg yfirhalning og það besta er að ég þarf ekkert að koma nálægt henni. Þegar ég kem heim eftir tíma í dag verður baðherbergið skínandi hreint ásamt megninu af stofunni. Mágkona mín elskuleg fékk nefnilega þá flugu í höfuðið að hún ætti að gjalda mér alla barnapössun, bæði fyrr og síðar. Nú er það mér ekki óljúft að eyða tíma með bróðurbörnum mínum en þegar einhver næstum því grátbiður um að fá að þrífa heimilið þitt hvernig er hægt að segja nei? Sérstaklega þar sem ég hef ekki fundið mikinn tíma eða orku í það sjálf upp á síðkastið og orðið “vanþörf” er beinlínis hlægilegt þegar það er mátað við ástandið. Á hún allt heimsins þakklæti og knús skilið fyrir fyrirhöfnina.
Ég kíkti við heima í hádeginu til að færa henni mat og taka á móti tryggingamanni og kom svo til baka á skrifstofuna fyllt hreingerningarmóði. Henti út tveimur bloggurum sem er útséð með haldi nokkurn tímann áfram og bætti við í staðinn tveimur Hugleikurum sem eiga miklu frekar skilið að vera á listanum. Líður vel með dagsverkið.
Rétt rúmur mánuður til jóla og loksins hægt að byrja að píra augun í allan undibúninginn. Skreytingarnar fara nú ekki upp fyrr en í fyrsta lagi á aðventu – ef svo snemma – en sennilega kominn tími til að huga að gjöfum og þrífa gardínurnar. Á mínu heimili stendur yfir þessa stundina all svakaleg yfirhalning og það besta er að ég þarf ekkert að koma nálægt henni. Þegar ég kem heim eftir tíma í dag verður baðherbergið skínandi hreint ásamt megninu af stofunni. Mágkona mín elskuleg fékk nefnilega þá flugu í höfuðið að hún ætti að gjalda mér alla barnapössun, bæði fyrr og síðar. Nú er það mér ekki óljúft að eyða tíma með bróðurbörnum mínum en þegar einhver næstum því grátbiður um að fá að þrífa heimilið þitt hvernig er hægt að segja nei? Sérstaklega þar sem ég hef ekki fundið mikinn tíma eða orku í það sjálf upp á síðkastið og orðið “vanþörf” er beinlínis hlægilegt þegar það er mátað við ástandið. Á hún allt heimsins þakklæti og knús skilið fyrir fyrirhöfnina.
Ég kíkti við heima í hádeginu til að færa henni mat og taka á móti tryggingamanni og kom svo til baka á skrifstofuna fyllt hreingerningarmóði. Henti út tveimur bloggurum sem er útséð með haldi nokkurn tímann áfram og bætti við í staðinn tveimur Hugleikurum sem eiga miklu frekar skilið að vera á listanum. Líður vel með dagsverkið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég trúði því að þetta með jólin væri þjóðsaga þar til þú skrifaðir þessa færslu. Nú sé ég að ég verð heldur betur að taka til hendinni ef þetta á að nást fyrir jól.
Skrifa ummæli