þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Jólaævintýri Hugleiks er skemmtilegasta leikrit sem ég hef tekið þátt í. Segi og skrifa.

Eða kannski hef ég bara aldrei verið í jafn stóru hlutverki. Gæti verið.

Nei. Þetta er bara gaman. Æfingarnar allar farnar að vera vel smurðar og eitthvað sem lagast og þéttist með hverri yfirferð. Ný fynd eru alltaf að fæðast og allir eru að gefa ca. 140% af sér í þetta. Er að hlusta á upptökurnar af lögunum í þessum skrifuðu orðum. Mér finnst bara ennþá svo ótrúlegt að þetta skildi hafa verið hrist fram úr ca. 25 ermum á einum degi. Meira að segja lagið "mitt" er ekki jafn slæmt og ég var búin að mikla fyrir mér og grunar mig að það megi ég mixurum þakka. Annars er lagið hennar Ragnheiðar í sérlegu uppáhaldi.

Annað sem var hrist fram úr ermum – að þessu sinni minni og föður míns – var eitt stykki jólatré eftir miðnætti síðustu nótt. Hann fékk að halda á borvélinni en – þú’st – ég sá um hönnun ...

Var fyrir rest farin að valhoppa af kæti þarna í bílskúrnum yfir því að þetta skyldi loksins vera að skríða saman.

Jólin eru komin í leitirnar...


Viðbót: Ég gekk að því sem gefnu að fólk vissi að jólatréð sem smíðað var síðustu nótt væri að sjálfsögðu fyrir sýninguna. Sumir héldur víst *hóstAuðurhóst* að ég væri að ganga af göflunum.
Það er allt önnur og miklu lengri saga að segja frá því.

4 ummæli:

Auður sagði...

Og er jólatréð öfugt samkvæmt nýjustu tísku?

Sigga Lára sagði...

Dásamlegt! Hlakka til að sjá íboraða jólatréð!

Já, ég segi það sama, Jólaævintýrið er alveg hreint hundskemmtilegt. Það finnst mér líka, og ég held það hafi ekki einu sinni með það að gera hvað ég er að gera íðí. (Eða ekki.) Bara alveg hryllilega margt skemmtilegt fólk í einni hrúgu, einhvern veginn.

Nafnlaus sagði...

það var nú ekki svo mikið sem við krukkuðum í þetta, ekki meira en allmennt gekk og gerðist. vel sungið bara.

Spunkhildur sagði...

Og ég ætla að koma og berja þig augum og eyrum á meiraðsegja fumsýningu ef ég má... Jibbíkóla