föstudagur, september 02, 2005
Stundum skil ég ekki alveg dagskrárstefnu sjónvarpsstöðvanna. Er kl. 11 á föstudagskvöldi virkilega besti tíminn fyrir nýja sjónvarpsseríu - og það seríu sem hefur fengið mikið lof og áhorf erlendis og vísir er að muni kannski falla í kramið hér?
Battlestar galactica mun s.s. hefjast í kvöld á Skjá einum og ef þú, lesandi góður, hefur einhvern snefil af áhuga á vísindaskáldskap þá skaltu ekki láta þá þætti fram hjá þér fara. Það verður að vísu byrjað á að sýna mini-seríuna sem er gott því hún undirbýr allt sem koma skal þótt hún sé reyndar svolítið langdregin. Þættirnir sjálfir eru í hinu hefðbundna 45 mínútna formati sem hentar þeim mun betur og þá byrjar líka aðalfjörið.
Ekki halda að þetta sé Enterprise með öðru nafni - nú eða sama súpan og var framleidd árið 1978 og var víst geimsápa af basískustu gerð með körlum að gera karllega hluti og hjákátlegum róbótum. Þetta er pólitískt spennu drama af bestu gerð með góðum slatta af heimspekilegum vangaveltum ásamt bráðnauðsynlegum húmor og geimorustum inn á milli.
Til að gera langa sögu stutta: á einhverjum öðrum tíma hefur mannkynið dreift sér um vetrarbrautinu og misst samband við jörðina sem lifir aðeins í vitund þess sem ótrúverðug þjóðsaga. Að baki er langt og erfitt stríð við Cylonana - róbota sem mannkynið bjó til og snérist gegn þeim. Ekkert heyrist frá Cylonunum svo áratugum skiptir þar til einn góðan veðurdag þeir dúkka upp - í mjög endurbættu formi - og sprengja ótal kjarnorkusprengjur á öllum 12 plánetum mannkynsins. Þeir einu sem lifa af er fólkið sem var statt á geimskipunum þegar árásin var gerð - 40-50 þúsund manns. Nú hefst leit þeirra að nýjum heimkynnum - kannski jörðinni - á meðan Cylonarnir reyna að klárið verkið sem þeir byrjuðu á.
Það besta við þessa þætti er hversu venjulegt fólk fær að vera. Vandamálin sem þau glíma við eru oftar en ekki kunnugleg. Einhvers staðar verður að redda vatni. Alkóhólistar verða að spara áfengisbirgðirnar sínar. Stundum þarf að fórna fólki og það er alltaf ljótt. Allir geta gert mistök og gera þau gjarnan. Hetjurnar eru breiskar og þrívíðar og óvinirnir stundum mannlegri en þeir sem hafa "réttinn" sín megin. Sögusviðið er kannski framandlegt en fólk heldur alltaf áfram að vera fífl og það þýðir gott sjónvarp.
Battlestar galactica mun s.s. hefjast í kvöld á Skjá einum og ef þú, lesandi góður, hefur einhvern snefil af áhuga á vísindaskáldskap þá skaltu ekki láta þá þætti fram hjá þér fara. Það verður að vísu byrjað á að sýna mini-seríuna sem er gott því hún undirbýr allt sem koma skal þótt hún sé reyndar svolítið langdregin. Þættirnir sjálfir eru í hinu hefðbundna 45 mínútna formati sem hentar þeim mun betur og þá byrjar líka aðalfjörið.
Ekki halda að þetta sé Enterprise með öðru nafni - nú eða sama súpan og var framleidd árið 1978 og var víst geimsápa af basískustu gerð með körlum að gera karllega hluti og hjákátlegum róbótum. Þetta er pólitískt spennu drama af bestu gerð með góðum slatta af heimspekilegum vangaveltum ásamt bráðnauðsynlegum húmor og geimorustum inn á milli.
Til að gera langa sögu stutta: á einhverjum öðrum tíma hefur mannkynið dreift sér um vetrarbrautinu og misst samband við jörðina sem lifir aðeins í vitund þess sem ótrúverðug þjóðsaga. Að baki er langt og erfitt stríð við Cylonana - róbota sem mannkynið bjó til og snérist gegn þeim. Ekkert heyrist frá Cylonunum svo áratugum skiptir þar til einn góðan veðurdag þeir dúkka upp - í mjög endurbættu formi - og sprengja ótal kjarnorkusprengjur á öllum 12 plánetum mannkynsins. Þeir einu sem lifa af er fólkið sem var statt á geimskipunum þegar árásin var gerð - 40-50 þúsund manns. Nú hefst leit þeirra að nýjum heimkynnum - kannski jörðinni - á meðan Cylonarnir reyna að klárið verkið sem þeir byrjuðu á.
Það besta við þessa þætti er hversu venjulegt fólk fær að vera. Vandamálin sem þau glíma við eru oftar en ekki kunnugleg. Einhvers staðar verður að redda vatni. Alkóhólistar verða að spara áfengisbirgðirnar sínar. Stundum þarf að fórna fólki og það er alltaf ljótt. Allir geta gert mistök og gera þau gjarnan. Hetjurnar eru breiskar og þrívíðar og óvinirnir stundum mannlegri en þeir sem hafa "réttinn" sín megin. Sögusviðið er kannski framandlegt en fólk heldur alltaf áfram að vera fífl og það þýðir gott sjónvarp.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
spennadi..eigum vð að hafa samhorf?
Ja ef Franz Ferdinand tónleikarnir verða búnir á skikkanlegum tíma.
Undanfarið hef ég stundað gríðarlega mikið sjónvarpsáhorf (þar sem pössun er út úr myndinni og þar með útstáelsi eftir kvöldmat). Hér eru þættir sem heita House og eru hreint frábærir, hafa þeir verið sýndir heima? Svo datt ég inn í ástralska Big Brother, hef aldrei séð þá þætti áður og fannst þeir mjöög merkilegir. Verst að þeir eru búnir í bili. Australian Idol nær ekki að vera jafnáhugavert og það ameríska og það íslenska, veit ekki afhverju, held það séu dómararnir. Og svo eru einhverjir furðulega flóknir þættir í survivor/amazing race stíl sem heita The Mole. Já,já, ég er svo sannarlega að breytast í sófakartöflu...
Það er nýbyrjað að sýna House hérna. Ég lá einmitt yfir þeim þáttum síðasta vetur og hafði mikið gaman af. Bíð óþreyjufull eftir næstu seríu í USA.
Skrifa ummæli