fimmtudagur, maí 27, 2004
Er að hlusta á Kolrossu og reyna eftir fremsta megni að vinna ekki. Með talsverðu átaki er það að takast. Það hvarflar að mér að tónlistin úr Sirkus var aldrei tekin upp. Lögin voru kannski ekki nógu mörg?
Veit annars einhver hvað varð um Hugleikssíðuna? Hún hefur legið niðri í marga daga!
Nú er byrjað að æfa Stútungasögu. Hef verið að spranga um Eyjaslóð undanfarin kvöld að leika flest önnur hlutverk en þau sem ég var skipuð í. Allt saman hin ágætasta skemmtun. Til stóð að við færum upp í Heiðmörk í gær að athuga aðstæður en það féll niður. Engin æfing í kvöld en bæði aðalfundur hjá Hugleik og boð á sýningu í Hafnafirði. Ég veit ekkert hvað ég á að gera. Kannski bara það sem upphaflega stóð til sem var að hitta Auði?
Btw Auður - ég byrjaði skyndilega á verkefninu mínu kl. 2 í nótt - alltaf erfiðast að byrja...
Veit annars einhver hvað varð um Hugleikssíðuna? Hún hefur legið niðri í marga daga!
Nú er byrjað að æfa Stútungasögu. Hef verið að spranga um Eyjaslóð undanfarin kvöld að leika flest önnur hlutverk en þau sem ég var skipuð í. Allt saman hin ágætasta skemmtun. Til stóð að við færum upp í Heiðmörk í gær að athuga aðstæður en það féll niður. Engin æfing í kvöld en bæði aðalfundur hjá Hugleik og boð á sýningu í Hafnafirði. Ég veit ekkert hvað ég á að gera. Kannski bara það sem upphaflega stóð til sem var að hitta Auði?
Btw Auður - ég byrjaði skyndilega á verkefninu mínu kl. 2 í nótt - alltaf erfiðast að byrja...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli