miðvikudagur, maí 05, 2004
Jæja ef maður bíður nógu lengi eru ákvarðanirnar teknar fyrir mann. Það lítur ekki út fyrir að ég sé að fara langt í bráð. Ég hefði hugsanlega getað bókað eitthvað í síðustu viku en núna er sama hvað ég geri; ég finn ekki ferð til Montpellier eða Barcelona á viðráðanlegu verði - ekki á því tímabili sem ég sækist eftir sem er ca. 16.-24. maí annars vegar og 5.-21. júní hins vegar. Tímabilið þarna á milli get ég ekki verið í fríi því þá er samstarfskona mín í fríi og eftir 21. júní verður byrjað á fullu að æfa Stútungasögu (þar sem ég verð í mjög litlu en örugglega burðarhlutverki) og erfitt að skipuleggja nokkuð út júlí og fram í ágúst.
Helgarferðir eru þó ekki út úr myndinni. Hvað segirðu Auður?
Helgarferðir eru þó ekki út úr myndinni. Hvað segirðu Auður?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli