mánudagur, maí 10, 2004

Það er komin skýring á kúrekanum. Leigjandinn minn ber ábyrgð á öllu saman. Hann fann þennan mæta mann einhvers staðar og fannst hann sóma sér svo afskaplega vel þarna á miðjum blettinum. Hann sagðist jafnvel vera með hugmynd um að gera úr honum gosbrunn og láta rautt vatn gjósa upp úr hálsinu. Ég sagði honum að það væri ekki útilokað að koma honum einhvers staðar fyrir í garðinum en ekki á miðju grasinu (yrði erfitt og leiðingjarnt að slá í kringum hann). Einnig er ég ekki viss um að nágrannarnir yrðu hrifnir af gosbrunns hugmyndinni.

Engin ummæli: