sunnudagur, maí 30, 2004

Ljúfur ylur á björtum degi - ég er komin í sumarkjólinn minn og er í sólskinsskapi og ÞAÐ ER ENGINN Í BÆNUM!!

Hnuss!

Er að spá í að gangast upp í stereótýpunni sem ég stefni hraðbyr í, klæðast mínu dræsulegasta pússi og hanga desperat á einhverjum pöbbnum ofarlega á Laugarveginum með vonarblik í auga.

Eða ekki.

Er undir miklum áhrifum frá Sporvagninum Girnd sem ég sá með kvart-auga í vikunni: Jessica Lange snargeðveik á ystu nöf en þó ríghaldandi í hverfandi elegansinn.

Engin ummæli: