mánudagur, maí 03, 2004
Jæja það virðist ekki vera mikill áhugi fyrir sumarbústaðarferðum. Það verður bara að hafa það. Kannski ég skelli mér í veiðihúsið einhvern tímann í júní - á eftir að taka endanlega ákvörðun um það. Ætli ég sleppi ekki potta-bústöðunum - þeir kostar 7500 kr. yfir helgi og þar sem mér finnst hálf tómlegt að sitja ein í potti er eins gott að sleppa því. Veiðihúsi er pottlaust en ég þyrfti hins vegar ekkert að borga fyrir það.
Allar hugmyndir um utanlandsferðir eru enn á borðinu og óleystar. Ætti ég að skella mér með Nönnu og Jóni Geir til Spánar í svona viku eða spara peninginn fyrir helgarferð til London með Auði? Montpellier kannski? Sleppa þessu öllu og einbeita mér að því að borga skuldir? Grr... ákvarðanataka er ekki mín sterkasta hlið.
Helgin var róleg að vanda. Passaði guttann hann bróðurson minn á laugardaginn. Við gláptum saman á Rocky Horror og skelltum okkur svo í göngutúr niður og upp Laugaveginn. Um kvöldið létum við Skotta undan öllum okkar átfýsnum (hamborgari á American Style og ís í eftirmat) og skemmtum okkur svo stórvel yfir samnorræna júróvisjón þættinum. Dómararnar voru í undarlegu skapi í þessum þætti og allir þeirra dómar virtust valdir eftir vindátt. Eins og ég var sammála þeim í síðustu viku gat ég ekki með nokkru móti skilið hvað var að gerast í hausnum á þeim núna. T.d. öll óskiljanlega neikvæðnin gagnvart Eistlandi og að sama skapi undarlega góðir dómar á makedónska laginu.
Sunnudagurinn fór í samlestur. Ég hafði verið með einhver plön um að þrífa bílinn minn að innan en eyddi svo megninu af nýtanlegum deginum vestur í Eyjaslóð þar sem sem leikfélagið Sýnir var að lesa saman "Stútúngasögu." Ég er alveg að spá í að vera með. Ekki vantar hlutverkin í það leikrit - allt morandi í frillum og feigum húskörlum.
Allar hugmyndir um utanlandsferðir eru enn á borðinu og óleystar. Ætti ég að skella mér með Nönnu og Jóni Geir til Spánar í svona viku eða spara peninginn fyrir helgarferð til London með Auði? Montpellier kannski? Sleppa þessu öllu og einbeita mér að því að borga skuldir? Grr... ákvarðanataka er ekki mín sterkasta hlið.
Helgin var róleg að vanda. Passaði guttann hann bróðurson minn á laugardaginn. Við gláptum saman á Rocky Horror og skelltum okkur svo í göngutúr niður og upp Laugaveginn. Um kvöldið létum við Skotta undan öllum okkar átfýsnum (hamborgari á American Style og ís í eftirmat) og skemmtum okkur svo stórvel yfir samnorræna júróvisjón þættinum. Dómararnar voru í undarlegu skapi í þessum þætti og allir þeirra dómar virtust valdir eftir vindátt. Eins og ég var sammála þeim í síðustu viku gat ég ekki með nokkru móti skilið hvað var að gerast í hausnum á þeim núna. T.d. öll óskiljanlega neikvæðnin gagnvart Eistlandi og að sama skapi undarlega góðir dómar á makedónska laginu.
Sunnudagurinn fór í samlestur. Ég hafði verið með einhver plön um að þrífa bílinn minn að innan en eyddi svo megninu af nýtanlegum deginum vestur í Eyjaslóð þar sem sem leikfélagið Sýnir var að lesa saman "Stútúngasögu." Ég er alveg að spá í að vera með. Ekki vantar hlutverkin í það leikrit - allt morandi í frillum og feigum húskörlum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli