mánudagur, september 01, 2003
Vei - litla kisan er komin í leitirnar. Nýi fíni leigjandinn minn hringdi áðan og sagði að Lísa hefði komið inn í kjallarann. Hún lokaði köttinn þar inni og þegar ég kom að sat Lísa stjörf og í losti uppi í gluggakistu. Stóri heimurinn víst alltof stór. Ég þurfti að toga hana úr glugganum með afli en þegar við komum upp vildi hún ekki að haldið yrði á sér. Ég þurfti því að sleppa henni til að opna dyrnar en hún fór ekkert heldur beið á meðan og mjálmaði og kvartaði hástöfum - eins og þetta væri mér að kenna. Sem það var auðvitað - ég opnaði jú gluggann sem hún svo skreið út um. Ég á þetta illa hannaða hús með of mjóum gluggasillum sem ekki er hægt að snúa sér við á án þess að hrynja niður. Síðan um leið og ég opnaði dyrnar hentist hún inn og undir rúm. Á von á að sjá hana aftur einhvern tímann með vorinu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli