mánudagur, september 22, 2003

Helgin var viðburðarík ef róleg. Öllum helstu pólum góðrar helgar voru gerð skil og voru skipti óvenju jöfn:

Á föstudagskvöldið var áfengiskvótinn nýttur með aðstoð Auðar undir sjónvarpsglápi (Idol) og leikjaskipulagningu.
Laugardagurinn fór í að uppfylla fjölskyldu og íþróttaþarfir þar sem ég spilaði í fjöldatafli kvenna á Ráðhúsinu og heilsaði síðan um kvöldið upp á foreldrana og barnabarnið þeirra.
Sunnudagurinn var svo dagur mikillar menningar þar sem ég afrekaði það að fara þrisvar sinnum á kaffihús og horfa á alla "League of Extraordinary Gentlemen."

Geri aðrir betur.

Engin ummæli: