miðvikudagur, september 10, 2003

Jæja - þá er hið stórmerkilega Gerva og búninganámskeið að hefjast og er fyrsti tíminn í kvöld. Næstu 4 daga verð ég svo upptekin við að klippa, líma, teikna og guð-má-vita-hvað og mun hvergi komast í návígi við tölvur nema heima hjá mér á kvöldin. Hætt er við því að bloggið verði fátæklegt og magurt fram yfir helgi.

Annars þarf ég að birgja mig upp af efni fyrir kvöldið - fékk nefnilega þennan skemmtilega póst:


Okkur langar að biðja ykkur að grípa með ykkur eftirfarandi til að hafa á námskeiðinu - bara það sem þið eigið - ekki kaupa neitt, það verður líka eitthvað á staðnum.

Leikhúsbækur
(je sjör - er að safna - nei annars á kannski eina)
Búningabækur (ahemm...)
Listasögubækur (einhvern tímann gaf ákveðin kona (*hóst*Auður*hóst*) mér lítið kver með gömlum ljósmyndum af hálf- ef ekki alnöktum karlmönnum - hvað ætli hafi orðið um hana?)
allskonar tímarit - líka sem má klippa niður - helling (ég á nokkur eintök af Lifandi vísindum)
Skæri (tjekk)
Lím (allt lím sem ég átti fór í hattinn góða - þarf að kaupa meira)
Liti - tré / vatns / túss... (eitthvað til í gestadótakassanum)
Myndir af eigin verkum (sem gerð voru eftir 12 ára aldur? umm...)


Held ég sé bara tilbúin í slaginn.

Engin ummæli: