mánudagur, september 15, 2003

Þá er afskaplega ströngu námskeiði lokið og ég orðin viðræðu- og blogghæf á ný. Sá tí­mi sem fór ekki í­ námskeiðið fór alfarið í afslöppun og svefn (og eitt fyllerí­). Nú þegar ég er byrjuð í­ vinnunni á ný er eins og ég sé komin í­ frí­. Smá reikningastúss og tölvuplokk - fer létt með það. Annars var þetta afskaplega gagnlegt námskeið og fóru flestir nemendur heim með það veganesti að a) þeir gátu miklu meira en þeir héldu að þeir gætu, b) hvernig ætti að undirbúa vinnuna og selja hugmyndirnar þjóskum leikstjórum c) lí­mbyssa reddar öllu. Annars var þetta námskeið uppfullt af allskonar sniðugum tipsum og nú þegar maður hefur öðlast smá verklag- og vit virkar búningahlutskiptið í leikhúsinu ekki jafn vanþakklátt og það hefur stundum gert.

Engin ummæli: