fimmtudagur, september 25, 2003

Með haustinu færist fiðringur í kroppinn. Að því er virðist. Spunkhildur er að óska eftir félagsskap á laugardaginn og Siggaplebbi vill hitta fólk helgina þar á eftir.

Sjálf man ég ekki eftir neinum plönum á næstunni (fyrir utan kvöldið í kvöld) en er opin fyrir öllu. Einhvers staðar verður sennilega glápt á nýjustu hópáráttu Íslendinga - PoppÆdolið. Það er klukkutími á föstudagskvöldið. Síðan er ekki úr vegi að bregða sér í kaffi einhvers staðar á laugardeginu. Spurningin er bara sú hvort ég sé að gleyma einhverju. Himinhár aldur veldur minnisleysi og mér þætti vænt um ef ég væri látin vita af annars steingleymdum plönum fyrir næstu þrjá daga.

Engin ummæli: