laugardagur, september 27, 2003
Ég þarf svo að þrífa heimilið mitt. Alveg makalaust hvað það er alltaf erfitt að byrja. Í staðinn sest maður niður og bloggar eða skríður upp í rúm og les blöðin í sjötta sinn. Annars væri ég miklu meira til í að þrífa íbúð einhvers annars. Bara ef ég þarf ekki að hugsa um eigin skít. Það er málið er það ekki? Það liggur einhvern veginn miklu betur fyrir manni að þrífa annarra manna íbúðir heldur en manns eigin. Sennilega vegna þess að maður veit að þegar maður fer frá skínandi hreinu og gljáfægðu híbýlunum mun maður ekki þurfa að horfa upp á listaverkið óhreinkað og útbíað - og þótt það gerist þá þarf maður ekki sjálfur að skrúbba sama blettinn aftur og aftur (svo er líka stundum gaman að hjálpa aðeins vinum sínum.)
Því finnst mér að koma ætti upp þrifhring. Hópur af fólki ætti að skiptast á að þrífa íbúðir hvors annars - kannski allsherjar hreingerningar einu sinni í mánuði. Á meðan þú hreinsar ofninn hjá Möggu er Magga að pússa silfrið hans Tóta á meðan Tóti hendir vínflöskunum hennar Ásu á meðan Ása raðar vídeóspólunum hennar Jónu á meðan Jóna brýtur þvottinn hans Stjána á meðan Stjáni vaskar upp fyrir þig. Og svo stokkast þessi röð upp mánuði síðar. Ég er að fá endalaust góðar hugmyndir. Skil ekki af hverju eitthvað þessu líkt hefur ekki komist í framkvæmd fyrr.
Hver vill kíkja í heimsókn og skúra? Ég skal þurrka af heima hjá þér!
Því finnst mér að koma ætti upp þrifhring. Hópur af fólki ætti að skiptast á að þrífa íbúðir hvors annars - kannski allsherjar hreingerningar einu sinni í mánuði. Á meðan þú hreinsar ofninn hjá Möggu er Magga að pússa silfrið hans Tóta á meðan Tóti hendir vínflöskunum hennar Ásu á meðan Ása raðar vídeóspólunum hennar Jónu á meðan Jóna brýtur þvottinn hans Stjána á meðan Stjáni vaskar upp fyrir þig. Og svo stokkast þessi röð upp mánuði síðar. Ég er að fá endalaust góðar hugmyndir. Skil ekki af hverju eitthvað þessu líkt hefur ekki komist í framkvæmd fyrr.
Hver vill kíkja í heimsókn og skúra? Ég skal þurrka af heima hjá þér!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli