föstudagur, september 05, 2003

Þetta er ekki baðherbergið mitt en svipað að stærð og kræsileika áður en framkvæmdir hófustLoksins! Loksins fæ ég að misnota aðstöðu mína sem ríkisstarfsmaður! Fyrirtækið sem ég starfa hjá á víst heil ósköp af notuðum en vel með förnum salernum og vöskum og ekki einn af þeim er bleikur! Þar sem ekki er mikill markaður fyrir notaðar græjur af þessu tagi er þessum hlutum iðullega hent og ég get því bara farið og valið nýja - og hvíta - keramiskbrunna í kjallarabaðherbergið. Gratís. Lifi spillingin!

Engin ummæli: