þriðjudagur, september 16, 2003

Fór og hitti hana Ausupausu á Svarta Kaffinu í hádeginu í dag. Starfsfólkið þar er nú ekkert að sálast úr þjónustulund. Þurfti að bíða í 20 mínútur eftir súpu! En ég hefði auðvitað átt að segja eitthvað fyrr en var svolítið annars hugar. Þannig er að það er komið nýtt plan. Nýtt plan fyrir nýtt partý: "The Lord of the Rings Roleplaying Shindig" (from the people who brought you The Ultimate Discworld Pub-crawl Roleplaying Game I and II TM). Þetta partý mun verða haldið einhvern tímann á næstu 30 dögum og reglurnar eru einfaldar. Hver gestur verður fyrirfram ákveðin persóna úr bókunum með smá baksögu, búningar eru skylda, áfengi hjálpar til og svo hittist fólk og fær nokkur létt fyrirmæli. Síðan verður meira áfengi.

Lengra eru við nú ekki komnar en munum hittast í kvöld og leggja línurnar og skipuleggja yfir okkur.

Og að því tilefni:


Sam's my fancy!
What's your fancy? Click here and tell the world!

Engin ummæli: