miðvikudagur, september 24, 2003

Gott að vera í jóga. Er búin að kaupa mér mánaðarkort í hádegistímana og svo er bara að sjá hvernig þetta virkar með sjúkraþjálfuninni. Verð ég kannski lokins orðin symmetrísk eftir mánuð?
Svo er ég miklu hrifnari af þessu heldur en brjáluðu eróbikktjútti þar sem allt gengur út á "BRENNA!! BRENNA!! SVÍÐA!! GRÁTA!! EMJA!! - til þess að geta loksins öðlast hinn fyrirheitna sixpakk. Alltaf einblínt á markmiðið en ekki leiðina þangað. Fyrir mér er markmiðið alltaf svo langt í burtu að það tekur því ekki að vera að leggja af stað - ekki fyrir þetta ferðalag. Hver mundi með réttu ráði borga fyrir það tækifæri að fá að draga 10 tonna hnullung með rasskinnunum upp Esjuna? Sérstaklega þegar það eru hverfandi líkur á að maður komist nokkurn tímann á toppinn.

Þá vil ég frekar fljóta í lífsorkunni, lifa í augnablikinu og blása úr annarri nös. Ég kann ósköp vel við tíma þar sem byrjað er á því að dreifa snýtubréfum.

Engin ummæli: