þriðjudagur, september 09, 2003

Ég er búin að uppgötva hinn fullkomna megrunarkúr! Þú einfaldlega deyfir tungu og kjálka nokkrum sinnum á dag og missir um leið alla lyst á mat. Kjálkinn verður aumur sem gerir alla tuggu erfiða og tungan breytist í skynlausan húðpoka sem minnir mest á slímugt lindýr og er ekki til að auka á aðdráttarafl matar. Hver er tilgangurinn með því að raða í sig dýrindis réttum á borð við nautasteik, súkkulaði, kartöfluflögur, pylsur, saltfisk, sushi, kjöt í karrí, pizzu með pepperoni, flatköku með spægipylsu, jarðaberjasjeik, gleym-mér-ei hamborgara, super nachos, tapas, makkarónur og ost, hamborgarahrygg og sviðasultu ef ekkert bragð finnst? Það hjálpar svo upp á að þegar ekki er hægt að finna mun á ljúffengum hrognum og eigin tungu getur verðið beinlínis stórhættulegt að borða og farsælast að sleppa því.

Næsta mál á dagskrá er að gera þessi deyfilyf lögleg fyrir almenning.

Við munum kannski minna á slefandi hálfvita en við verðum grannir slefandi hálfvitar!

Engin ummæli: