föstudagur, september 19, 2003
Eiginkona vinnufélaga míns er búin að sitja inni í eldhúsi hérna á skrifstofunni í þrjú kortér og tala um herbalife og megrunarkúra. Eftir 20 mínútur flúði ég inn í vinnuna sem skyndilega fékk á sig þennan líka fína afþreyingarblæ. Það er gaman að fletta upp á viðföngum og tegundum! Allt er betra en eilífðarfyrirlestrarnir.
Herbalifesúkkulaði bragðast eins og kennaratyggjó.
Mér skilst að það standi til að sprella eitthvað í kvöld. Ég finn mig sem viljalaust verkfæri í höndum djammóðra kvenna og er það vel. Ætti kannski að hætta þessari vinnuvitleysu - ómurinn úr eldhúsinu berst hvort eð er til mín - og skella mér í ríkið. Rommbirgðirnar eru orðnar hættulega rýrar.
Herbalifesúkkulaði bragðast eins og kennaratyggjó.
Mér skilst að það standi til að sprella eitthvað í kvöld. Ég finn mig sem viljalaust verkfæri í höndum djammóðra kvenna og er það vel. Ætti kannski að hætta þessari vinnuvitleysu - ómurinn úr eldhúsinu berst hvort eð er til mín - og skella mér í ríkið. Rommbirgðirnar eru orðnar hættulega rýrar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli