mánudagur, september 29, 2003
Heilræði dagsins.
Jæja. Þetta var venju fremur róleg helgi. Við Auður tóku smá törn með vínflöskurnar á föstudagskvöldið en fórum samt snemma að sofa. Laugardagurinn fór í kaffihús + fjölskylduheimsókn og svo maraþon áhorf á 10th Kingdom heima hjá Nönnu. Þetta 7 tíma stórvirki fór misvel í fólk og það tíndist inn í rúm jafnt og þétt. Við Stebbi gerðum heiðarlega tilraun til svona 4 en þá skreið ég heim. Enda búin að sjá þættina áður.
Það merkilegasta sem gerðist í gær var að það rigndi svörtum ruslapokum fyrir utan stofugluggann minn. Bletturinn er nú þakinn tréspænum.
Mánudagar eru ekki vænlegir til vitræns bloggs og því ætla ég alveg að láta það vera að reyna að framkalla slíkt. Jóga var erfitt en afskaplega hollt og Skotta ætlar að elda dýrindis mat handa mér (og einhverjum öðrum) í kvöld. Nammi namm.
Over and out.
Jæja. Þetta var venju fremur róleg helgi. Við Auður tóku smá törn með vínflöskurnar á föstudagskvöldið en fórum samt snemma að sofa. Laugardagurinn fór í kaffihús + fjölskylduheimsókn og svo maraþon áhorf á 10th Kingdom heima hjá Nönnu. Þetta 7 tíma stórvirki fór misvel í fólk og það tíndist inn í rúm jafnt og þétt. Við Stebbi gerðum heiðarlega tilraun til svona 4 en þá skreið ég heim. Enda búin að sjá þættina áður.
Það merkilegasta sem gerðist í gær var að það rigndi svörtum ruslapokum fyrir utan stofugluggann minn. Bletturinn er nú þakinn tréspænum.
Mánudagar eru ekki vænlegir til vitræns bloggs og því ætla ég alveg að láta það vera að reyna að framkalla slíkt. Jóga var erfitt en afskaplega hollt og Skotta ætlar að elda dýrindis mat handa mér (og einhverjum öðrum) í kvöld. Nammi namm.
Over and out.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli